Stjörnuleikur kvenna fór fram í Keflavík í fyrrakvöld. Crystal Harris leikmaður og þjálfari Grindavíkur lét þar mikið að sér kveðja. Hún sigrað í þriggja stiga keppninni en eftir undankeppnina fóru 5 í úrslit þar sem Crystal sigraði að lokum og var krýnd þriggja stiga drottning.
Leikur höfuðborgarsvæðisins gegn landsbyggðinni endaði í framlengingu eftir að landið hafði leitt leikinn lengst framan af. Leikmenn landsbyggðarinnar höfðu svo sigur 109-106 eftir að lokaskot höfuðborgarsvæðisins skoppaði af hringnum.
Mynd: Harris og Hannes formaður KKÍ.