Grindvíkingar gerðu sér lítið fyrir og skelltu Snæfelli í Stykkishólmi í úrvalsdeild karla í körfubolta með 90 stigum gegn 84. Íslandsmeistararnir hrukku í gang í fjórða leikhluta sem þeir unnu 30-18.
Grindavík vann fyrsta leikhlutann 24-15 og fjórða leikhlutann 30-18 en Snæfellingar voru hinsvegar mun betri í öðrum og þriðja leikhlutanum.
Grindavík var með níu stiga forskot, 24-15, við lok fyrsta leikhlutans. Snæfellingar náðu að minnka muninn niður í fimm stig fyrir hlé en staðan var 45-40 fyrir Grindavík í hálfleik.
Snæfell var með sex stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 66-60. Grindvíkingar unnu fyrstu fjórar mínútur fjórða leikhlutans 11-2 og tóku frumkvæðið í leiknum á ný. Grindavík var 11 stigum yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Snæfell náði að minnka muninn niður í tvö stig. Grindavík hélt hinsvegar út og fagnaði dýrmætum sigri.
Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 23, Þorleifur Ólafsson 18/5 stoðsendingar, Aaron Broussard 15/19 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/4 fráköst, Samuel Zeglinski 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 6/6 fráköst, Ryan Pettinella 3/4 fráköst, Davíð Ingi Bustion 2, Jón Axel Guðmundsson 2.
Staðan:
1. Þór Þ. 13 10 3 1202:1079 20
2. Grindavík 12 10 2 1175:1037 20
3. Snæfell 13 9 4 1270:1127 18
4. Stjarnan 13 9 4 1229:1148 18
5. KR 13 8 5 1117:1091 16
6. Keflavík 12 7 5 1066:1044 14
7. Njarðvík 13 5 8 1124:1124 10
8. Skallagrímur 13 5 8 1082:1134 10
9. Fjölnir 13 4 9 1069:1197 8
10. KFÍ 13 4 9 1124:1272 8
11. Tindastóll 13 3 10 1032:1132 6
12. ÍR 13 3 10 1083:1188 6