Íslandsmeistararnir tróna einir á toppnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík vann nokkuð öruggan heimasigur á Tindastóli 89-74 þegar Íslandsmótið í körfubolta karla hófst á ný eftir jólafrí. Þar með trónir Grindavík eitt liða á toppnum.

Íslandsmeistararnir höfðu fimmtán stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta og sá var munurinn ennþá þegar lokaflautan gall.

Sammy Zeglinski skoraði mest Grindvíkinga eða 19 stig en á hæla honum kom Aaron Broussard með 18 stig og þrettán fráköst.

Ryan Pettinella sneri aftur í Grindavíkurliðið en hann kom inná um miðjan 1. leikhluta og stóð fyrir sínu að vanda. Hann skoraði 6 stig en komu þau öll í 2. leikhluta. Annar nýr leikmaður liðsins, Daníel Guðni Guðmundsson, kom inná í 2. leikhlutanum og stjórnaði liði Grindavíkur vel þrátt fyrir að hafa ekki sett niður nein stig.  Þessir tveir gera það að verkum að Grindavík er komið með enn öflugri breidd en áður.

Stigahæstir fyrir Grindavík voru Samuel Zeglinski með 19 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar, Aaron Broussard var með 18 stig og 13 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 12 stig og 8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson var með 10 stig og Þorleifur Ólafsson með 9 stig.

Staðan:

1. Grindavík 11 9 2 1085:953 18
2. Snæfell 11 8 3 1084:944 16
3. Stjarnan 11 8 3 1025:957 16
4. Þór Þ. 11 8 3 1031:926 16
5. KR 11 7 4 952:932 14
6. Keflavík 11 6 5 959:941 12
7. Skallagrímur 10 4 6 831:854 8
8. Njarðvík 11 4 7 934:970 8
9. Fjölnir 11 4 7 907:1000 8
10. ÍR 11 3 8 920:999 6
11. KFÍ 11 2 9 924:1101 4
12. Tindastóll 10 2 8 804:879 4