Grindavík tapaði naumlega gegn Snæfelli, 76-83, í úrvalsdeild kvenna í gærkvöldi. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en þegar Crystal Smith þjálfari og leikmaður Grindavíkur fékk sína fimmtu villu þremur mínútum fyrir leikslok og allt í járnum, keyrði Snæfell fram úr á lokasprettinum og tryggði sér 7 stiga sigur.
Snæfell byrjaði betur en jafnt var í hálfleik, 36-36. Grindavík komst svo í 56-48 og okkar stúlkur voru með 5 stiga forskot fyrir fjórða leikhlutann. En eftir að Smith fauk af velli sigldi Snæfell fram úr.
Grindavík-Snæfell 76-83 (8-17, 28-19, 25-22, 15-25)
Grindavík: Crystal Smith 37/8 fráköst/6 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 17/7 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 8, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/8 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 6/10 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2.
Staðan í deildinni:
1. Keflavík 11 11 0 866:679 22
2. Snæfell 11 9 2 851:693 18
3. KR 11 7 4 740:722 14
4. Valur 11 5 6 727:730 10
5. Haukar 11 4 7 736:788 8
6. Grindavík 11 3 8 731:818 6
7. Njarðvík 11 3 8 728:832 6
8. Fjölnir 11 2 9 738:855 4