Grindavík vann góðan sigur á toppliði Stjörnunnar með fjögurra stiga mun, 90 stigum gegn 86. Þar með komst Grindavík upp að hlið Stjörnunnar í 2. sæti deildarinnar.
Leikurinn var jafn framan af en Grindavík tók mikinn sprett í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 48-41, Grindavík í vil. Stjarnan tók þriðja leikhluta með trompi og náði forystunni en góður endasprettur Íslandsmeistaranna gerði útslagið.
Þetta var enn einn heimasigurinn í Röstinni í vetur. Ef liðið nær betri takti á útivelli eru því allir vegir færir.
Grindavík-Stjarnan 90-86 (25-26, 23-15, 14-22, 28-23)
Grindavík: Aaron Broussard 24/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 19/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/6 fráköst, Samuel Zeglinski 14/5 fráköst/8 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 11, Ómar Örn Sævarsson 5/12 fráköst, Davíð Ingi Bustion 1.
Staðan
1. Snæfell 7 6 1 708:610 12
2. Grindavík 7 5 2 677:632 10
3. Stjarnan 7 5 2 652:601 10
4. Þór Þ. 6 4 2 561:508 8
5. Keflavík 7 4 3 589:575 8
6. Skallagrímur 6 3 3 500:484 6
7. Fjölnir 6 3 3 497:513 6
8. KR 6 3 3 503:521 6
9. Njarðvík 7 2 5 600:622 4
10. ÍR 6 2 4 496:539 4
11. KFÍ 7 2 5 568:690 4
12. Tindastóll 6 0 6 463:519 0