Stórleikur Helga Más dugði skammt

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Keflavík B og ÍG mættust í gærkvöld í Toyotahöllinni í Powerade bikarnum í gærkvöldi. Leikur þessi var umspil um leik gegn Njarðvík í 32ja liða úrslitum. Leikurinn var nokkuð jafn framan af eða þangað til í öðrum leikhluta þá náðu heimamenn 10 stiga forystu og leiddu með þeim mun í hálfleik 38:28. 

Keflvíkingar héldu áfram að þjarma að Íþróttafélagi Grindavíkur og náðu mest 16 stiga forskoti. En gestirnir voru ekki af baki dottnir og komu sér aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta. Undir lok leiksins áttu gestirnir möguleika á að jafna en Jón Ágúst Eyjólfsson klikkaði á síðasta skoti leiksins og gömlu kepmurnar úr Keflavík hrósuðu sigri.

Hjá Keflavík voru mættir til leiks Falur Harðarson, Sverrir Þór Sverrisson, Guðjón Skúlason , Albert Óskarsson svo einhverjir séu nefndir. Það var Gunnar Einarsson hinsvegar sem var þeirra stigahæstur með 16 stig í þetta skiptið. Þrátt fyrir að vera búinn að leggja körfuboltaskónum að mestu á hilluna hefur Gunnar aldrei verið í betra líkamlegu formi og ennþá glittir í gamla körfuknattleikstakta. Hjá ÍG var það gamli markvörðurinn Helgi Már Helgason sem var þeirra atkvæðamestur með 21 stig.

Keflavík B-ÍG 80-77 (17-18, 21-10, 20-20, 22-29)

Keflavík B: Gunnar Einarsson 16/4 fráköst, Falur Jóhann Harðarson 14, Gunnar H. Stefánsson 9, Albert Óskarsson 8/6 fráköst, Davíð Þór Jónsson 7, Sævar Sævarsson 7, Elentínus Margeirsson 6/4 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 5/7 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Einar Einarsson 4, Guðjón Skúlason 4, Jón Nordal Hafsteinsson 0/6 fráköst.

ÍG: Helgi Már Helgason 21/25 fráköst, Haraldur Jón Jóhannesson 15/4 fráköst, Hilmar Hafsteinsson 15/6 fráköst, Jón Ágúst Eyjólfsson 9, Stefán Freyr Thordersen 8/5 fráköst, Davíð Arthur Friðriksson 5, Andri Páll Sigurðarsson 4/4 fráköst, Sigurður Svansson 0/4 fráköst.

vf.is