Grindvískir yfirburðir á Íslandsmeistaramótinu í pílu

Ungmennafélag GrindavíkurPíla

Íslandsmót félagsliða 2024 í pílu fór fram á dögunum og má með sanni segja að lið Grindavíkur hafi haft þar algjöra yfirburði en Pílufélag Grindavíkur stóð upp sem Íslandsmeistari í bæði karla- og kvennaflokki. Í karlaflokki endaði lið Grindavík 107 stigum á undan Pílufélagi Reykjanesbæjar en heildarstig Grindavíkur í flokknum voru ljóðræn 240 stig. Kvennaliðið vann einnig yfirburða sigur með 149 stig, tæpum 50 stigum á undan næsta liði.

Liðsmenn pílufélags Grindavíkur æfa flestir þessi misserin með öðrum félögum en keppa áfram undir merkjum okkar félags. Grindavík sendi þrjú til til leiks að þessu sinni og voru þau skipuð eftirfarandi keppendum:

Pílufélag Grindavíkur 1

Björn Steinar Brynjólfsson (fyrirliði)

Hörður Þór Guðjónsson

Guðjón Hauksson

Morten Szmiedowicz

Pílufélag Grindavíkur 2

Alexander Veigar Þorvaldsson

Alex Máni Pétursson

Atli Kolbeinn Atlason

Pétur Rúðrik Guðmundsson

Liðsstjóri og varamaður Guðjón Sigurðsson

Varamaður Orri Hjaltalín

Pílufélag Grindavíkur kvenna

Árdís Sif Guðjónsdóttir

Sandra Dögg Guðlaugsdóttir

Steinunn Dagný Ingvarsdóttir

Svana Hammer

Liðsstjóri og varamaður Snædís Ósk Guðjónsdóttir

Heildarúrslit Grindvíkinga á mótinu voru eftirfarandi:

Laugardagur:

1. sæti tvímenningur karla: Alexander Veigar Þorvaldsson og Pétur Rúðrik Guðmundsson

3.-4. sæti tvímenningur karla: Björn Steinar Brynjólfsson og Hörður Þór Guðjónsson

1. sæti tvímenningur kvenna: Árdís Sif Guðjónsdóttir og Svana Hammer

2. sæti tvímenningur kvenna: Steinunn Dagný Ingvarsdóttir og Sandra Dögg Guðlaugsdóttir

1. sæti einmenningur karla: Hörður Þór Guðjónsson

1. sæti einmenningur kvenna: Steinunn Dagný Ingvarsdóttir

Sunnudagur:

1. sæti liðakeppni karla: Pílufélag Grindavíkur 2

3-4. sæti liðakeppni karla: Pílufélag Grindavíkur 1

1. sæti liðakeppni kvenna: Pílufélag Grindavíkur