Jóhann Dagur og Sigurður Bergmann bikarmeistarar í sínum flokki í hjólreiðum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Fyrr í sumar fór fram hjólreiðahátíð á Akureyri þar sem Grindvíkingar áttu tvo fulltrúa í götuhjólreiðum. Einn hluti hátíðarinnar er gangamótið í hjólreiðum sem jafnframt er síðasta bikarmótið í greininni í ár. Tvö fyrstu voru haldin á Suðunesjum. Það fyrsta með rásmark og mark í Sandgerði og hitt í Grindavík.

Þegar stigin voru talin þá varð ljóst að báðir Grindvíkingarnir sem hafa verið að keppa í sumar nældu sér í bikarmeistaratitil í sínum flokki en það voru þeir Sigurður Bergmann sem varð bikarmeistari í 50-59 ára flokki og Jóhann Dagur Bjarnason sem keppir í Junior flokki (U19). Báðir urðu Jóhann og Sigurður Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum í sínum aldursflokkum. Jóhann varð  einnig í öðru sæti í tímatöku (timetrial) bæði í bikarmótaröðinni og íslandsmótinu.