Sigur gegn Fylki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar tóku á móti Fylki á heimavelli í gærkvöldi í fimmtu umferð Pepsí Max-deildarinnar. Grindvíkingar unnu 1-0 en markið skoraði  Josip Zepa með skalla á 74. mínútu. Það var eftir hornspyrnu frá Aroni Jóhannssyni sem boltinn hafnaði í netinu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd fögnuðu heimamenn markinu innilega. Með sigrinum er Grindavík komið í 4-6. sæti með 8 stig. 

Víkurfréttir voru á svæðinu og tóku myndasyrpu af leiknum sem sjá má hér. 

Næsti leikur Grindavíkur í Pepsí Max deidinni fer fram laugardaginn 25. maí í Kópavogi á móti HK. 

Mynd: vf.is