Grindavík komst í 2-0 í úrslitaviðureign sinni á móti Fjölni en annar leikur liðanna fór fram á heimavelli í gærkveldi. Óhætt að segja leikurinn hafi verið æsispennandi og lokatölur urðu 81 stig gegn 79. Liðin mætast í þriðja sinn á miðvikudaginn kemur og getur Grindavík tryggt sér sæti í Dominosdeildinni í haust með sigri.
Leikurinn í gær var í járnum frá byrjun til enda. Stigi munaði á liðunum eftir fyrsta leikhluta, 26-25 og fjórum stigum í hálfleik, 45-41. Fyrir lokaleikhlutann munaði svo aðeins tveimur stigum á þeim, 57-55. Undir lokin var það svo Hanna Louise Cook sem skoraði sigurkörfu Grindavíkur, þegar aðeins 8 sekúndur voru eftir.
Næsti leikur einvígissins fer fram á heimavelli Fjölnis í Dalhúsum komandi miðvikudag kl. 19:15.
Mynd: www.karfan.is