Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur tilkynnt með mikilli ánægju að búið sé að semja við fyrirliðann Ólaf Ólafsson til þriggja ára. Þá hefur deildin einnig samið áfram við Sigtrygg Arnar til tveggja ára. Þetta eru sannarlega gleðitíðindi fyrir Grindavík. Strákarnir fóru því miður í sumarfrí fyrir helgi þegar þeir töpuðu fyrir Stjörnunni á heimavelli í fjórða leik liðanna.
Þessi nýju leikmanna-tíðindi eru góð fyrir næsta vetur en nú stendur yfir leit að nýjum þjálfara sem tekur við keflinu af Jóhanni Þór Ólafssyni sem stýrt hefur liðinu undanfarin ár.