Það er að duga eða drepast fyrir Grindavík í Dominos-deild karla í kvöld. Staðan er 2-1 fyrir Stjörnunni en lið þarf að vinna 3 leiki til að komast áfram í keppninni. Grindavík ætlar sannarlega ekki í sumarfrí strax, sigur er því það eina í stöðunni í kvöld fyrir okkar menn til að knýja fram oddaleik, sem verður í Garðabæ á mánudaginn kemur, 1. apríl. Athugið breytta tímasetningu, leikurinn er kl.18:30 þar sem hann verður sýndur beint á Stöð 2 sport.
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur sent frá sér tilkynningu um hamborgaraveislu sem verður í Gjánni fyrir leik.
“Heyrst hefur að strákarnir okkar hafi mætt í hamborgara fyrir leik tvö sem þeir sigruðu. Þessi hamborgari gaf þeim þetta auka sem þurfti til að landa sigri. Þess vegna ætlum við að tjalda til eðal burgerum á slaginu 17:00 – 18:15 í dag fyrir leik. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem ætla á leikinn að koma í Gjánna og blanda geði við Víkinganna þessa ótrúlegu stuðningsmenn okkar sem munu mæta í gulu og öskra sig hása.
#víkingarnir #umfg #égtrúi”
Fjölmennum í Mustad-hölluna, mætum í gulu og sýnum í verki hversu mikilvægt er að hafa öfluga stuðningssveit á ögurstundu.
Áfram Grindavík!
Það er tilvalið að koma sér í gírinn fyrir kvöldið með því að hlusta á þetta frábæra stuðningslag okkar liðs.