Viðurkenningar fyrir fyrstu landsleiki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Um leið og við heiðrum það íþróttafólk Grindavíkur sem skarað hefur fram úr á árinu hverju hefur skapast sú hefðu að veita viðurkenningar til ungs íþróttafólks sem lék sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd á árinu. Þau ungmenni sem fengu viðurkenningar fyrir fyrstu landsleiki að þessu sinni eru hér að neðan í stafrófsröð:

•    Bragi Guðmundsson var valinn í U15 ára landslið Íslands í körfuknattleik 
•    Elísabet Ýr Ægisdóttir var valin í U15 ára landslið Íslands í körfuknattleik
•    Hulda Björk Ólafsdóttir var valin í U15 ára landslið Íslands í körfuknattleik
•    Júlía Ruth Thasaphong var valin í U15 ára landslið Íslands í körfuknattleik
•    Sigurjón Rúnarsson var valin í U19 ára landslið Íslands í knattspyrnu
•    Viktoría Rós Horne var valin í U15 ára landslið Íslands í körfuknattleik

*Á meðfylgjandi mynd eru f.v. Viktoría Rós Horn, Hulda Björk Ólafsdóttir, Júlía Ruth Thasaphong og Elísabet Ýr Ægisdóttir. Þeir Bragi Guðmundsson og Sigurjón Rúnarsson voru erlendis þegar athöfnin fór fram.