Grindavík spáð 6. sæti og 2. sæti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Í gær voru opinberaðar spár formanna, þjálfara og fyrirliða liða í Domino's deildunum og 1. deildum karla og kvenna fyrir tímabilið 2018-2019. Grindvíkingum er spáð miðjumoði í Domino's deild karla, eða 6. sæti. Stelpunum er spáð heldur betri árangri, en 2. sæti í deildinni, á eftir Fjölni.

Hér fyrir neðan má sjá hversu mörg stig hvert lið fékk í kosningunni.

Domino's deild karla 
– – – – – – – – – – – – – – – – – – – –
1. Stjarnan · 394
2. Tindastóll · 382
3. Njarðvík · 326
4. KR · 323
5. Keflavík · 315
6. Grindavík · 263
7. ÍR · 209
8. Haukar  · 142
9. Valur · 138
10. Þór Þ.  · 133
11. Skallagrímur · 129
12. Breiðablik · 54
 
Mest var hægt að fá 432 stig, minnst hægt að fá 36 stig

1. deild kvenna
– – – – – – – – – – – – – – – – – – – –
Fjölnir · 134
Grindavík · 117
Þór Akureyri · 81
Njarðvík · 74
Tindastóll · 72
ÍR · 55
Hamar · 53
 
Mest var hægt að fá 147 stig, minnst var hægt að fá 21 stig.