Grindavíkurbær auglýsir eftir starfsmanni til að starfa við íþróttamiðstöðina (vallarstjóra). Helstu verkefni vallarstjóra eru að sjá um umhirðu á íþróttavöllunum og hafa umsjón með Hópinu.
Leitað er að einstaklingi sem hefur;
– Góða skipulagshæfileika, getur unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði,
– Vinnuvélaréttindi.
– Er laghentur og getur sinnt minni háttar lagfæringum.
– Getur unnið sveigjanlega vinnutíma.
– Góða hæfni í mannlegum samskiptum,
– reynslu og ánægju af því að vinna með börnum og unglingum
– þekkingu í skyndihjálp
– hreint sakavottorð
Vakin er athygli á því að ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ GRINDAVÍKUR ER TÓBAKSLAUS VINNUSTAÐUR.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hermann Guðmundsson forstöðumaður íþróttamannvirkja í síma 660 7304, netfang: hermann@grindavik.is.
Umsækjendur fylli út rafræna umsókn á heimasíðu Grindavíkurbæjar í síðasta lagi 12. október 2018