Þrenna frá Sam Hewson dugði Grindvíkingum skammt á Akureyrarvelli á sunnudaginn þar sem liðið fékk á sig 4 mörk á fyrstu 33 mínútum leiksins. Staðan í hálfleik var 4-2 heimamönnum í vil. Grindvíkingar komu ágætlega til baka í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í eitt mark á 74. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Í uppbótartíma átti Rodrigo svo fast skot í slánna sem hefði bjargað stigi en inn vildi boltinn ekki og svekkjandi tap staðreynd.
Síðasti leikur Grindavíkur á tímabilinu er heimaleikur gegn ÍBV núna á laugardaginn. Liðið situr öruggt í 9. sæti með 25 stig en Keflavík og Fjölnir eru þegar fallin.
Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn
Viðtal við Óla Stefán eftir leik: