Óli Stefán Flóventsson, sem þjálfað hefur meistaraflokk karla í knattspyrnu síðastliðin þrjú ár, mun láta af störfum í lok tímabilsins. Þetta tilkynnti stjórn deildarinnar í gær en nokkur umræða hefur skapast á síðustu dögum um framtíð Óla í starfi. Óli hefur unnið mikið og gott uppbyggingarstarf með skýra framtíðarsýn fyrir Grindavíkurliðið frá því að hann tók við liðinu í 1. deild. Við hér á Grindavík.is kveðjum Óla með söknuði og óskum honum velfarnaðar í hverju því sem hann mun taka sér fyrir hendur í framtíðinni.
Fréttatilkynning frá knattspyrnudeild Grindavíkur
Í ljósi umræðunnar sem hefur verið í gangi með þjálfara meistarflokks karla hjá okkur teljum við það rétt að tilkynna að Óli Stefán Flóventsson hefur sagt starfi sínu lausu að tímabili loknu.
Óli hefur unnið frábært starf fyrir knattspyrnudeildina þau þrjú ár sem hann hefur þjálfað hér sem aðalþjálfari og eitt ár sem aðstoðarþjálfari. Við þökkum honum fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í hverju því verkefni sem hann tekur sér fyrir hendur.
Stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur