Grindvíkingar sóttu ekki gull í greipar Eyjamanna í gær þegar þeir steinlágu 3-0. Grindvíkingar áttu ekki góðan dag, hvorki varnar né sóknarlega og heimamenn fengu nokkur kjörin færi til að bæta við mörkum, en til allrar lukku fyrir okkar menn varð sú ekki raunin. Þrjú stig í gær hefðu lyft liðinu upp í 3. sæti en þess í stað höldum við okkar stað í 4. sæti, einu stigi á undan FH, en næsti leikur er einmitt útileikur gegn FH-ingum í Kaplakrika.
Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn
Viðtal við Óla Stefán Flóventsson, þjálfara: