Grindavíkurkonur sóttu 1 stig til Vestmannaeyja í gær þegar liðið gerði jafntefli við ÍBV, lokatölur 1-1. Hin enska Rio Hardy hélt áfram að bæta á markareikning sinn og skoraði sitt 4 mark í jafnmörgum leikjum í deildinni. Viviane Domingues, markvörður Grindavíkur, var valin besti leikmaður vallarins af lýsanda Fótbolta.net en hún varði nokkrum sinnum glæsilega og batt saman örugga vörn Grindavíkur í þessum leik.
Eftir þennan leik er Grindavíkurliðið komið með 6 stig í sarpinn, og situr í 6. sæti deildarinnar, stigi á eftir ÍBV.
Næsti leikur liðsins er bikarleikur gegn Val föstudaginn 29.júní en næsti heimaleikur er gegn KR 4. júlí í Pepsi-deildinni.