Í gærkvöldi skrifuðu fjórir leikmenn undir samninga við lið Grindavíkur í meistaraflokki karla. Hlynur Hreinsson skrifaði undir eins árs samning um að spila með liðinu en hann kemur frá FSu þar sem hann hefur verið lykilmaður undanfarin ár. Grindvíkingurinn Nökkvi Harðarson hefur ákveðið að koma aftur heim eftir dvöl hjá Vestra þar sem hann var meðal annars fyrirliði liðsins á síðasta tímabili. Þá framlengdu þeir Kristófer Breki Gylfason og Hilmir Kristjánsson sína samninga við liðið. Hlutverk Breka hefur stækkað jafnt og þétt síðustu tímabil en Hilmir hefur verið að glíma við erfið hnémeiðsli en er allur að koma til.
Við Grindvíkingar erum gríðarlega ánægð með undirskriftirnar og hlökkum til samstarfsins! Einnig bjóðum við Nökkva og Hlyn kærlega velkomna í gult!