Sam Hewson tryggði Grindvíkingum öll stigin í Grafarvogi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar fóru með öll stigin úr Grafarvoginum í gær en það var Sam Hewson sem tryggði okkar mönnum sigurinn með þrumufleyg rétt fyrir leikslok. Leikurinn var ansi tíðindalítill framan af en Grindvíkingar voru agaðir í öllum sínum aðgerðum og uppskáru að lokum þrjú stig.

Sigurinn þýðir að Grindavík er áfram í toppbaráttu í Pepsi-deild karla, með 17 stig í 3. sæti. Breiðablik er með sama stigafjölda í 2. sæti og Valsmenn í því fyrsta með 18 stig. 

Nú tekur við HM hlé í deildinni en næsti leikur er útileikur gegn ÍBV 1. júlí.

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn

Myndasafn 1 – Bára Dröfn Kristinsdóttir

Myndasafn 2 – Einar Ásgeirsson

Viðtal við Óla Stefán:

Viðtal við Gunnar Þorsteinsson: