Grindavík og Fylkir mætast í kvöld, mánudagskvöldið 4. júní, kl 19:15 og má búast við hörkuleik. Hörður Björgvin Magnússon landsliðsmaður sagði þetta um leikinn þegar hann var beðinn um að spá fyrir um úrslitin: „Bæði þessi lið hafa staðið sig vel í byrjun og þetta er basic jafntefli. Þetta verður fjörugur leikur og ég mæli með að fólk fari á þennan leik.“ Hörður giskaði á að leikurinn færi 2-2.
Þessi lið hafa ekki mæst í úrvalsdeildinni í sex ár, en síðasti heimaleikur á móti þeim fór einmitt 2-2 og þar á undan tap 1-4. Tölfræðin í síðustu 6 heimaleikjum á móti Fylki er reyndar frekar döpur, vægast sagt. Unnið engan, 2 jafntefli og 4 ósigrar. Það jákvæða hinsvegar við þessa tölfræði eru tölurnar 1 – 2 – 4 sem kemur ansi oft upp, oftar en 0-3-4 og 0-2-5 þegar kemur að útileikjum!
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest, minnum á hamborgarana í Gjánni klukkustund fyrir leik.
ÁFRAM GRINDAVÍK!