Knattspyrnuskóli UMFG verður starfræktur í sumar. Námskeiðin eru opin öllum iðkendum á aldrinum 6-14 ára, bæði piltum og stúlkum. Verð á námskeiði er 2500.- kr
Um er að ræða 6 vikna námskeið í júní og ágúst. Á námskeiðunum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi.
Námskeiðin eru:
4. júní – 8. júní
11. júni – 15. júní
16. júní – 22. júní
25. júní – 29. júní
6. ágúst – 10. ágúst
13. ágúst – 17. ágúst
Eldri fyrir hádegi (5.bekkur – 8.bekkur) kl 10:00
Yngri eftir hádegi (1.bekkur – 4.bekkur) kl 13:00
Hægt verður að skrá á námskeið með því að senda tölvupóst á brynjargud@gmail.com, skráningar hefjast 21.maí. Einnig verður hægt að skrá í Gula húsinu vikuna fyrir námskeiðin, hægt er að skrá við mætingu á námskeiðin.
Þáttakendum verður svo boðið á veglega lokahátíð knattspyrnuskólans í lok sumars.
Umsjón með skólann hafa: Brynjar Ásgeir Guðmundsson leikmaður meistaraflokks karla og skólastjóri skólans, Elísabet Ósk Gunnþórsdóttir auk annara gestaþjálfara.