Ungmennafélag Grindavíkur

Knattspyrnudeild

KnattspyrnudeildGrindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö

Grindavík kom, sá, og sigraði í Suðurnesjaslagnum í Fótbolta.net mótinu í gær þegar liðið mætti Keflavík í Reykjaneshöllinni. Hetja Grindavíkur í þessum leik var hinn 17 ára Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, en Dagur kom Grindvíkingum yfir á 6. mínútu og tvöfaldaði svo forskotið í upphafi síðari hálfleiks.

>> MEIRA
Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö

Ćfingagjöld UMFG 2018

Greiðslumiðlun/Nóri æfingagjöld

Næstu daga fá foreldrar rukkun um fyrri greiðslu æfingagjalda fyrir árið 2018 ef foreldrar hafa ekki nú þegar greitt æfingagjöldin og jafnframt er ítrekað að þegar að greiðsluseðill berst í heimabanka foreldra/forráðamanna þá er það Greiðslumiðlun sem sér um innheimtuna (16.000.- kr) fyrir börn sem verða 6 ára til 16 ára. Við minnum á að ef fólk óskar eftir því að dreifa greiðslum eða setja á greiðslukort þá hafi það samband við starfsmann á skrifstofu UMFG í íþróttahúsinu eða sendi tölvupóst á umfg@umfg.is 

Æfingagjöld eru innheimt í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra en kerfið er einnig notað til að halda utan um póstlista, símanúmer forráðamanna, mætingar og fleira svo mjög mikilvægt er að allir iðkendur séu skráðir inn í kerfið

>> MEIRA
Ćfingagjöld UMFG 2018

Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum

Leikmannahópur Grindavíkur fyrir komandi sumar í Pepsi-deild karla er óðum að taka á sig mynd. Á dögunum var gengið frá nýjum samningum við tvo leikmenn og um leið tilkynnt að aðrir tveir væru á leið frá liðinu. Þeir Björn Berg Bryde og Hákon Ívar Ólafsson hafa báðir framlengt sína samninga við liðið en þeir Magnús Björgvinsson og Milos Zeravica munu leita á önnur mið.

>> MEIRA
Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum

Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu

Grindavík og FH skildu jöfn í fyrsta leik liðanna í A-riðli Fótbolta.net mótsins, en leikið var á Akranesi. Lokatölur leiksins urðu 1-1 og komu bæði mörkin með stuttu millibili í fyrri hálfleik. Mark Grindavíkur skoraði Akureyringurinn Jóhann Helgi Hannesson. 

>> MEIRA
Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu

Aron Jóhannsson til Grindavíkur

Grindvíkingar hafa fengið til sín nýjan leikmann fyrir komandi baráttu í Pepsi-deildinni í sumar, en það er miðjumaðurinn Aron Jóhannsson sem kemur til liðsins frá Haukum. Aron skrifaði undir 3 ára samning við liðið, en hann er fæddur árið 1994 og hefur leikið bæði með U17 og U19 ára landsliðum Íslands. 

>> MEIRA
Aron Jóhannsson til Grindavíkur

Grindin firmamótsmeistari 2017

Hið sívinsæla firmamót GG var á sínum stað á milli jóla og nýárs. Tólf lið voru skráð til leiks í tveimur riðlum, en að lokum var það lið Grindarinnar sem bar sigur úr býtum eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Vísi þar sem sigurmarkið kom í blálokin, lokatölur 4-3.

>> MEIRA
Grindin firmamótsmeistari 2017

Firmamót Eimskips og GG á morgun, skráningu lýkur í dag

Hið fjöruga og skemmtilega Firmamót verður haldið föstudaginn 29. desember í íþróttahúsi Grindavíkur. Mótið er haldið af liði GG. Leikið er með battaboltafyrirkomulagi. Verðlaunað er fyrir 1., 2. og 3. sæti og einnig verður verðlaunað fyrir besta leikmann, skemmtilegasta leikmann og skemmtilegasta áhorfandann. Skráningu lýkur í dag og dregið verður í riðla í kvöld.

>> MEIRA
Firmamót Eimskips og GG á morgun, skráningu lýkur í dag

Alexander og Matthías áfram í Grindavík

Knattspyrnudeild Grindavíkur og leikmennirnir Alexander Veigar Þórarinsson og Matthías Örn Friðriksson hafa gert nýja leikmannasamninga við félagið. Alexander Veigar til þriggja ára eða út árið 2020 og Matthías Örn til tveggja ára eða út árið 2019.

 

>> MEIRA
Alexander og Matthías áfram í Grindavík

Opnunartími í Hópinu yfir jól og áramót

Opnunartími í Hópinu yfir jól og áramót 2017 verður eftirfarandi:

>> MEIRA
Opnunartími í Hópinu yfir jól og áramót

Firmamót Eimskips og GG föstudaginn 29. desember

Hið fjöruga og skemmtilega Firmamót verður haldið föstudaginn 29. desember í íþróttahúsi Grindavíkur. Mótið er haldið af liði GG. Leikið er með battaboltafyrirkomulagi. Verðlaunað er fyrir 1., 2. og 3. sæti og einnig verður verðlaunað fyrir besta leikmann, skemmtilegasta leikmann og skemmtilegasta áhorfandann.

>> MEIRA
Firmamót Eimskips og GG föstudaginn 29. desember

Ingibjörg Sigurđardóttir til Djurgĺrden

Grindvíska knattspyrnukonan Ingibjörg Sigurðardóttir hefur gert 2 ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Djurgården. Ingibjörg hefur leikið með Breiðablik undanfarin ár og vakti athygli liða á erlendri grundu eftir vasklega framgöngu með landsliðinu á EM í sumar. Ingibjörg, sem fædd er árið 1997, er uppalin í Grindavík en hún lék sína fyrstu meistaraflokksleiki í efstu deild með Grindavík sumarið 2011.

>> MEIRA
Ingibjörg Sigurđardóttir til Djurgĺrden

Elena og María Sól áfram í Grindavík

Elena Brynjarsdóttir og María Sól Jakobsdóttir hafa skrifað undir samninga við kvennaráð meistaraflokks. Þær spiluðu báðar með liðinu síðastliðið sumar og verða því áfram í herbúðum þess. Elena skrifaði undir eins árs samning og María Sól undir samning til tveggja ára. Elena kom til Grindavíkur á láni frá Breiðabliki, spilaði 14 deildarleiki og 3 í bikar og skoraði 5 mörk. María lék 17 af 18 deildarleikjum Grindavík á liðnu sumri og skoraði 2 mörk.

>> MEIRA
Elena og María Sól áfram í Grindavík

Kertasala 5. og 6. flokks

Dagana 30. nóvember - 3. desember verða strákarnir í 5. og 6. flokki karla á ferðinni hér í bænum og munu selja kerti frá Heimaey. Salan er liður í fjáröflun fyrir mót komandi sumars. Heimaey er vinnu- og hæfingarstöð og má því segja að hægt sé að slá tvær flugur í einu höggi með því að kaupa kerti af strákunum.

Tökum vel á móti þeim og athugið að þeir verða ekki með posa.

>> MEIRA
Kertasala 5. og 6. flokks

Heimir ţjálfar GG

Heimir Daði Hilmarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnufélagið GG um að þjálfa liðið næsta tímabil. Heimir er öllum hnútum kunnugur innan GG enda verið bæði formaður stjórnar og leikmaður. Stjórn GG býður Heimir velkominn til starfa og vill einnig þakka þeim Ray Anthony Jónssyni og Scott Mckenna Ramsay kærlega fyrir sýn störf en þeir hafa þjálfað liðið síðustu tvö tímabil og staðið sig með mikilli prýði.

>> MEIRA
Heimir ţjálfar GG

Jóhann Helgi og Orri Freyr í Grindavík

Grindavík hefur fengið tvo leikmenn til liðs við sig frá Þórsurum á Akureyri, þá Jóhann Helgi Hannesson og Orra Frey Hjaltalín. Báðir leikmenn voru samningslausir og koma því á frjálsri sölu til Grindavíkur. Jóhann Helgi er 27 ára og hefur leikið allan sinn feril leikið með Þór en hann hefur skorað 61 mark í 207 deildar og bikarleikjum með félaginu á ferli sínum. Orri Freyr lék með Grindavík á árunum 2004-2011 en hann verður í þjálfarateymi liðsins á komandi tímabili og einnig til taks sem leikmaður.

>> MEIRA
Jóhann Helgi og Orri Freyr í Grindavík

Ray Anthony og Nihad Hasecid ţjálfa kvennaliđ Grindavíkur

Kvennaráð knattspyrnudeildar UMFG skrifaði fyrir helgi undir tvegga ára samning við Grindvíkinginn Ray Anthony Jónsson. Ray mun þjálfa kvennalið Grindavíkur í Pepsi-deildinni að ári og honum til aðstoðar verður Nihad Hasecic. Ray lék um árabil með Grindvíkingum og um tíma lék hann með liði frá Manila á Filipseyjum, en hefur undanfarin tvö ár þjálfað 4. deildarlið GG. Nihad Hasecic var aðstoðarþjálfari Grindvíkinga á liðnu tímabili en þjálfaði áður bæði kvenna og karlalið Sindra, auk þess sem hann hefur þjálfað yngri flokka bæði hjá Sindra og Grindavík.

>> MEIRA
Ray Anthony og Nihad Hasecid ţjálfa kvennaliđ Grindavíkur

Andri Rúnar til Helsingjaborgar

Sóknarmaðurinn öflugi Andri Rúnar Bjarnason hefur skrifað undir samning við sænska liðið Helsingborg IF. Liðið leikur í næst efstu deild í Svíþjóð og má Andri byrja að spila með liðinu í janúar. Andri var einn besti leikmaður Íslandsmótsins í sumar og var bæði markahæstur í deildinni með 19 mörk og valinn leikmaður ársins af leikmönnum. Það er ljóst að Andri skilur eftir sig stórt skarð hjá Grindavík en við óskum honum að sjálfsögðu alls hins besta í Svíþjóð.

>> MEIRA
Andri Rúnar til Helsingjaborgar

Carolina Mendes í Seríu A á Ítalíu

Portúgalska landsliðskonan Carolina Mendes sem lék með Grindavík í Pepsi-deild kvenna í sumar, mun ekki leika með Grindavík að ári en hún hefur gert samning við ítalska liðið Atalanta sem leikur í Seríu A. Mendes lék 17 leiki með Grindavík í Pepsi-deildinni í sumar og skoraði í þeim 3 mörk, en hún lék einnig með Portúgal á EM og skoraði þar tvö mörk. Hún er fimmti leikmaðurinn úr Pepsi-deildinni í sumar sem færir sig yfir í Seríu A á Ítalíu.

>> MEIRA
Carolina Mendes í Seríu A á Ítalíu

Róbert hćttur hjá Grindavík

Róbert Haraldsson mun ekki þjálfa Grindavíkurkonur áfram, en knattspyrnudeild UMFG sendi frá sér fréttatilkynningu um starfslok Róberts á dögunum. Róbert náði ágætum árangri með nýliða Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna í sumar en liðið endaði í 7. sæti og komst í undanúrslit í bikarkeppninni. 

>> MEIRA
Róbert hćttur hjá Grindavík

Andri Rúnar ađ öllum líkindum á förum frá Grindavík

Andri Rúnar Bjarnason, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar og besti leikmaður hennar sem og Grindavíkur, er að öllum líkindum á leið í atvinnumennsku erlendis. Samningur hans við Grindavík er útrunninn og sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, að hann reiknaði ekki með öðru en að Andri myndi reyna fyrir sér á erlendri grundu.

>> MEIRA
Andri Rúnar ađ öllum líkindum á förum frá Grindavík

Óli Stefán Flóventsson áfram međ Grindavík

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu, skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við liðið. Töluvert hafði verið fjallað um óvissu með framtíð Óla hjá liðinu í fjölmiðlum en hann og stjórn knattspyrnudeildarinnar náðu saman um helgina eftir góðar viðræður. Það er því ljóst að Óli mun halda áfram að byggja ofan á þann góða árangur sem hann náði með liðið í sumar, en Grindavík endaði í 5. sæti Pepsi-deildarinnar.

>> MEIRA
Óli Stefán Flóventsson áfram međ Grindavík

Andri og Linda bestu leikmenn Grindavíkur sumariđ 2017

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG fór fram með glæsibrag í Gjánni síðastliðinn laugardag. Gleðin var við völd þetta kvöld enda bæði liðin nýliðar í efstu deild sem náðu að tryggja veru sína þar að ári nokkuð örugglega. Alls komu um 200 manns saman þetta kvöld til að fagna árangri sumarsins. Að neðan fylgja nokkrar myndir frá kvöldinu ásamt upplýsingum um verðlaunahafa en fleiri myndir má sjá á Facebook-síðu knattspyrnudeildarinnar.

>> MEIRA
Andri og Linda bestu leikmenn Grindavíkur sumariđ 2017

Rene Joensen áfram í Grindavík

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gert nýjan tveggja ára samning við færeyska landsliðsmanninn Rene Joensen. Rene gekk til liðs við Grindavík í lok júlí, og spilaði 8 leiki í Pepsi-deildinni í sumar. Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á báðum köntunum, í bakverði og á miðjunni. Rene var í yngri liðum Bröndby á sínum tíma en hann lék síðan með HB í heimalandinu 2014 og 2015. Hann lék með Vendsyssel í Danmörku áður en hann samdi við Grindavík.

>> MEIRA
Rene Joensen áfram í Grindavík

Grindavík tryggđi sér 5. sćtiđ međ 19. marki Andra

Grindavík lauk keppni í Pepsi-deild karla þetta sumarið með sigri á Fjölni, 2-1. Sigurinn skilaði liðinu í 5. sæti deildarinnar með 31 stig, sem verður að teljast nokkuð góð niðurstaða fyrir nýliða í deildinni. Sigurmarkið skoraði Andri Rúnar Bjarnason rétt fyrir leikslok, og jafnaði þar með markametið í efstu deild, sem er 19. mörk. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Andra sem einnig var valinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum. Andri er aðeins 5. leikmaðurinn frá upphafi sem skorar 19. mörk í efstu deild.

>> MEIRA
Grindavík tryggđi sér 5. sćtiđ međ 19. marki Andra

Marinó Axel í U21 landsliđiđ

Einn nýliði er í U21 landsliði Íslandsmætir sem Slóvakíu og Albaníu í undankeppni fyrir EM 2019, en það er Grindvíkingurinn Marinó Axel Helgason. Marinó, sem fæddur er árið 1997, kom sterkur inn í Pepsi-deildina í sumar og lék alls 14 leiki fyrir Grindavík og skoraði 1 mark. 

>> MEIRA
Marinó Axel í U21 landsliđiđ

Stelpurnar stoppuđu toppliđiđ

Grindavíkurkonur gerðu sér lítið fyrir um helgina og lögðu lið Þórs/KA hér á Grindavíkurvelli, en lokatölur leiksins urðu 3-2. Þetta var aðeins annar leikurinn sem norðankonur tapa í sumar og með þessum sigri komu Grindavíkurkonur í veg fyrir að þær fögnuðu Íslandsmeistaratitli hér í Grindavík. 

>> MEIRA
Stelpurnar stoppuđu toppliđiđ

2. flokkur karla Íslandsmeistarar

Drengirnir í 2. flokki karla gerðu sér lítið fyrir og lönduðu Íslandsmeistaratitlinum í C-riðli Íslandsmótsins á föstudaginn. Strákarnir gerðu jafntefli við lið Völsungs, 2-2, og þar með var titillinn í höfn. Þeir skoruðu 30 mörk og fengu 12 mörk á sig í 12 leikjum sumarsins. Til viðbótar eigum við markahæsta leikmann sumarsins en Sigurður Bjartur Hallsson skoraði 16 mörk af þessum 30. Þjálfari liðsins er Ægir Viktorsson.

>> MEIRA
2. flokkur karla Íslandsmeistarar

Engin stig frá Akureyri

Grindvíkingar höfðu sætaskipti við KA í Pepsi-deild karla í gær þegar liðið tapaði fyrir KA-mönnum fyrir norðan, 2-1. Simon Smidt skoraði eina mark Grindavíkur og er Andri Rúnar því ennþá einu marki frá því að jafna markametið í efstu deild, sem er 19 mörk. Andri fær þó einn séns enn en lokaleikur Grindavíkur í deildinni er heimaleikur gegn Fjölni á laugardaginn.

>> MEIRA
Engin stig frá Akureyri

Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu

Lokahóf 3. og 4. flokks karla og kvenna var haldið á sal grunnskólans fimmtudaginn 14. september. Ægir Viktorsson opnaði hófið og hélt smá tölu. Verðlaun voru veitt í flokkunum og einnig var undirritaður samningur við nýjan yfirþjálfara yngri flokka, Arngrím Jóhann Ingimundarson (Adda) en hann var að þjálfa 3. og 5. flokk kvenna þetta tímabilið. Í lokin var boðið upp á glæsilegt hlaðborð sem foreldrar 4. flokks krakkana sáu um að fylla af bakkelsi og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

>> MEIRA
Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu

Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli

Grindavík landaði þremur dýrmætum stigum í Pepsi-deild karla í gær þegar liðið sigraði Breiðaleik í miklum markaleik, 4-3. Aðstæður til knattspyrnuiðkunnr á Grindavíkurvelli voru ekki upp á marga fiska en völlurinn var mjög blautur og stífur vindur á annað markið í ofanálag. Grindvíkingur léku undan vindi í fyrrihálfleik en það voru Blikar sem settu fyrsta markið strax í upphafi leiks og lentu okkar menn undir í 11. leiknum í röð.

>> MEIRA
Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli

Grindavík lá í Eyjum

Það má segja að það hafi verið endurtekið efni hjá Grindvíkingum í Vestmannaeyjum í gær. Liðið lenti undir snemma í leiknum en þetta er 10. leikurinn í röð sem Grindavík lendir undir. Að sama skapi gekk illa að skapa og nýta færin en Andri Rúnar minnkaði munin undir lokin, lokatölur 2-1.

>> MEIRA
Grindavík lá í Eyjum

Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum

Lokahóf yngri flokka hjá knattspyrnudeild UMFG verða tvískipt í ár. Eldri flokkarnir, 3. og 4. flokkar karla og kvenna, gera upp sumarið á sal Grunnskólans við Ásabraut í dag, fimmtudaginn 14. september, kl. 17:00. Yngri flokkarnir verða svo með sitt lokahóf í Hópinu á sunnudaginn, 17. september, kl. 14:00.

>> MEIRA
Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum

Glötuđ marktćkifćri og tap í Hafnarfirđi

Grindvíkingar misstu af 3 mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildar karla þegar þeir töpuðu gegn FH í Kaplakrika, en lokatölur leiksins urðu 1-0. Grindvíkingar fengu marga góða sénsa til að setja mark sitt á leikinn, þar á meðal fjögur góð færi áður en FH komust yfir. Lukkan var einfaldlega ekki með okkar mönnum að þessu sinni og þrjú mikilvæg stig fóru í súginn.

>> MEIRA
Glötuđ marktćkifćri og tap í Hafnarfirđi

Frítt inn á stórleik Grindavíkur og FH

Grindavík sækir FH heim í Kaplakrika á morgun, sunnudag, í sannkölluðum stórleik en liðið eiga í harðri baráttu um sæti í Evrópukeppninni að ári. Leikurinn hefst kl. 17:00 og er frítt inn. Við hvetjum Grindvíkinga til að fjölmenna og láta vel í sér heyra í stúkunni. Þinn stuðningur skiptir máli.

Áfram Grindavík!

>> MEIRA
Frítt inn á stórleik Grindavíkur og FH

Ingibjörg Sigurđardóttir leynigestur á ćfingu 6. flokks

Grindvíska landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir mætti sem leynigestur á æfingu hjá 6. flokki kvenna á miðvikudaginn. Hún fór yfir það þegar hún spilaði með yngri flokkum í Grindavík og leiðina í landsliðið. Ingibjörg spilar í dag með Breiðabliki en hún stefnir ótrauð á atvinnumennsku erlendis. Stelpurnar fengu að spyrja hana spurninga og Ingibjörg tók síðan þátt í æfingunni með stelpunum.

>> MEIRA
Ingibjörg Sigurđardóttir leynigestur á ćfingu 6. flokks

Grindavíkurkonur áfram í deild hinna bestu ađ ári

Nýliðar Grindavíkur tryggðu veru sína í Pepsi-deild kvenna að ári þegar þær sóttu stig í Hafnarfjörðinni í gær. Leiknum lauk með markalausu jafntefli þar sem markvörður Grindavíkur, Viviane Domingues, fékk heldur betur að vinna fyrir kaupinu sínu. Á sama tíma tapaði Fylkir fyrir KR og þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu er því ljóst að Fylkir fylgir Haukum niður í 1. deild að ári.

>> MEIRA
Grindavíkurkonur áfram í deild hinna bestu ađ ári

Páll Guđmundsson spilađi sinn 100. leik fyrir Ţrótt í Vogum

Grindvíkingurinn Páll Guðmundsson lék á dögunum sinn 100. leik fyrir Þrótt í Vogum, en hann er annar leikmaður liðsins frá upphafi sem rýfur 100 leikja múrinn. Páll hefur leikið með Þrótti frá 2013 en hann var einn af fjölmörgum Grindvíkingum sem fylgdi Þorsteini Gunnarssyni til Voga þegar Þorsteinn tók við þjálfun liðsins. 

>> MEIRA
Páll Guđmundsson spilađi sinn 100. leik fyrir Ţrótt í Vogum

Sara Hrund Helgadóttir tekur sér frí frá fótboltanum vegna höfuđmeiđsla

Sara Hrund Helgadóttir, sem undanfarin ár hefur verið einn af máttarstólpum meistaraflokks kvenna í knattspyrnu ásamt því vera fyrirliði kvennaliðs University of West Florida, hefur tekið sér tímabundið hlé frá knattspyrnuiðkun vegna síendurtekinna höfuðmeiðsla. 

>> MEIRA
Sara Hrund Helgadóttir tekur sér frí frá fótboltanum vegna höfuđmeiđsla

Stelpurnar lágu heima gegn Völsurum

Þrátt fyrir ágæta spretti þá tókst Grindavíkurkonum ekki að sækja stig gegn Valskonum á Grindavíkurvelli í gær. Markalaust var í hálfleik en Valur gerði útum leikinn með þremur mörkum í seinni hálfleik án þess að Grindavík næði að svara, lokatölur 0-3.

>> MEIRA
Stelpurnar lágu heima gegn Völsurum

Grindavík og KR skildu jöfn í Evrópuslagnum

Grindavík tók á móti KR í Pepsi-deild karla í gær en liðið eru í harðri baráttu Evrópusæti í deildinni. Fyrir leikinn var Grindavík í 4. sæti en KR í því 5. aðeins 2 stigum á eftir Grindavík og því mikið undir á Grindavíkurvelli í gær. Bæði lið fóru nokkuð varfærnislega af stað en KR komst að lokum yfir 0-1 en markahrókurinn Andri Rúnar jafnaði leikinn með hörkuskoti í uppbótartíma fyrri hálfsleiks. 

>> MEIRA
Grindavík og KR skildu jöfn í Evrópuslagnum

Grindavík lá á útivelli gegn toppliđi Vals

Grindvíkingum mistókst að fylgja eftir góðum sigri í síðustu umferð Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu Valsmenn heim í gærkvöldi. Okkar menn léku ágætlega á köflum og fengu nokkur dauðafæri til að komast yfir og jafna leikinn en nýttu þau ekki og því fór sem fór. Þjálfari liðsins Óli Stefán Flóventsson sagði þó í viðtali eftir leik að hann væri stoltur af strákunum sem hefðu sýnt góða frammistöðu gegn ógnarsterku liði Vals. Viðtalið má nálgast hér að neðan.

>> MEIRA
Grindavík lá á útivelli gegn toppliđi Vals

Rútuferđ Stinningskalda á Hlíđarenda í kvöld

Grindavík mætir toppliði Vals í Pepsi-deild karla á Hlíðarenda í kvöld kl. 19:15. Stinningskaldi verður með rútuferð á leikinn en farið verður frá Gula húsinu kl. 18:00. Allar nánari upplýsingar má sjá hér að neðan í tilkynningu frá Stinningskalda:

>> MEIRA
Rútuferđ Stinningskalda á Hlíđarenda í kvöld

Getraunaţjónustan opnar međ risapotti

Getraunaþjónustan opnar í Gula húsinu núna um helgina og stefnir fyrsti vinningur í 180 milljónir. Gula húsið er opið frá 11:00 - 13:00 alla laugardaga og þar er hægt að skoða seðil vikunnar og ræða heimsmálin, fá sér kaffi og bakkelsi frá Hérastubbi bakara og reyna við 13 rétta.

>> MEIRA
Getraunaţjónustan opnar međ risapotti

Grindavík leikur gegn Stjörnunni í kvöld - Róbert ósáttur viđ KSÍ

Leikur Grindavíkur og Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, sem fara átti fram þann 19. ágúst hefur verið færður fram og verður leikið í kvöld. Á sama tíma fer undanúrslitaleikur Danmerkur og Sviss á Evrópumeistaramóti kvenna fram, en íslenska deildin hefur verið í 6 vikna fríi útaf mótinu. 12. umferð Íslandsmótsins verður leikinn 10. ágúst og hefur allur undirbúningur Grindavíkur miðast við þá dagsetningu.

>> MEIRA
Grindavík leikur gegn Stjörnunni í kvöld - Róbert ósáttur viđ KSÍ

Ţriđja tapiđ í röđ stađreynd hjá Grindavík

Grindavík tapaði sínum þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla í gær þegar liðið tapaði heima gegn Víkingum, 1-2. Grindvíkingar voru betra liðið á vellinum í fyrri hálfleik en náðu ekki að reka endahnútinn á sóknir sínar og staðan 0-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik tóku gestirnir völdin og settu tvö mörk. Andri Rúnar náði að svara með einu marki en það kom of seint og 1-2 tap staðreynd.

>> MEIRA
Ţriđja tapiđ í röđ stađreynd hjá Grindavík

Grindavík - Víkingur í kvöld kl. 19:15

Grindavík tekur á móti Víkingi frá Reykjavík í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Frá kl. 18:00 verður hitað upp í Gjánni þar sem hamborgarar verða á grillinu. Jói útherji verður einnig á staðnum með Grindavíkurvörur.

Áfram Grindavík!

>> MEIRA
Grindavík - Víkingur í kvöld kl. 19:15

Fćreyski landsliđsmađurinn Rene Joensen til Grindavíkur

Grindvíkingar halda áfram að stækka hópinn fyrir seinni hluta Pepsi-deildar karla en hinn færeyski Renene Joensen  hefur staðfest við færeyska fjölmiðla að hann hafi skrifað undir samning við Grindavík sem gildir út tímabilið. Rene, sem er 24 ára, getur leikið á báðum köntunum, jafn í bakverði og á miðju. 

 

>> MEIRA
Fćreyski landsliđsmađurinn Rene Joensen til Grindavíkur

Edu Cruz og Simon Smidt í Grindavík

Grindavík hefur fengið tvo nýja leikmenn til liðs við sig í Pepsi-deild karla. Það eru þeir Edu Cruz sem kemur frá Raufoss í Noregi og Simon Smidt sem kemur frá Fram. Edu ættu flestir Grindvíkingar að kannast við en hann lék með liðinu í Inkasso deildinni í fyrra. 

>> MEIRA
Edu Cruz og Simon Smidt í Grindavík

Knattspyrnudeild UMFG auglýsir eftir yfirţjálfara

Við leitum að metnaðarfullum, skipulögðum, áreiðanlegum og kraftmiklum einstaklingi með reynslu og menntun í knattspyrnuþjálfun. Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með mannleg samskipti og leita leiða til að efla en frekar yngri flokka starf félagsins. Yfirþjálfari hefur m.a. yfirumsjón með faglegu barna- og unglingastarfi sem skal unnið samkvæmt siðareglum, uppeldisáætlun og lögum félagsins sem og ítarlegri starfslýsingu sem mun fylgja ráðningarsamningi. Hreint sakavottorð skilyrði.

>> MEIRA
Knattspyrnudeild UMFG auglýsir eftir yfirţjálfara

Knattspyrnudeild UMFG og HS Orka framlengja samstarfssamning sinn

Knattspyrndeild UMFG og HS Orku endurnýjuðu á dögunum samstarfssamning sinn, en öflugir styrktaraðilar eru ein af frumforsendunum til að halda úti öflugu íþróttastarfi í Grindavík. Svo skemmtilega vill til að tveir leikmenn meistaraflokks karla, þeir Gunnar Þorsteinsson og Matthías Friðriksson, starfa einmitt hjá HS Orku, svo að gott gengi Grindavíkur í sumar hefur án vafa skilað góðu skapi í höfuðstöðvar HS Orku við Svartsengi.

>> MEIRA
Knattspyrnudeild UMFG og HS Orka framlengja samstarfssamning sinn

Admir Kubat til Grindavíkur

Grindvíkingar munu stækka hópinn í Pepsi-deild karla þegar félagskiptaglugginn opnar á laugardaginn en Admir Kubat mun þá formlega skipta yfir í Grindavík. Admir hefur æft með Grindavík undanfarið en hann leikur með Þrótti frá Vogum í 3. deildinni. Admir var valinn besti leikmaður Víkings frá Ólafsvík sumarið 2015 en sleit krossband á undirbúningstímabilinu í fyrra. Hann er nú óðum að komast í sitt fyrra form eftir þessi erfiðu meiðsli.

>> MEIRA
Admir Kubat til Grindavíkur

Grindavík mćtir ÍBV í 4-liđa úrslitum

Dregið var í undarúrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í síðustu viku. Grindavík var í pottinum kvennamegin, ásamt ÍBV, Stjörnunni og Val. Grindavík mun mæta ÍBV í 4-liða úrslitum, en leikurinn fer fram í Vestmannaeyjum þann 13. ágúst.

>> MEIRA
Grindavík mćtir ÍBV í 4-liđa úrslitum

Grindavík á toppinn í Pepsi-deildinni

Grindavík tyllti sér á topp Pepsi-deildarinnar í gær með góðum sigri á KA hér í Grindavík, 2-1. Gestirnir komust yfir snemma í leiknum en Grindvíkingar hættu aldrei að berjast og sækja og uppskáru að launum 3 góð stig. Sigurinn er sérstaklega sætur í ljósi þess hversu laskaður hópurinn er vegna meiðsla. Á sama tíma gerðu Valsmenn jafntefli og deila liðin því toppsætinu, bæði með 21 stig.

>> MEIRA
Grindavík á toppinn í Pepsi-deildinni

Meiđslalistinn hjá Grindavík í lengra lagi

Þrátt fyrir gott gengi hjá Grindavík í Pepsi-deild karla í sumar hefur sjúkralistinn verið langur og útlit er fyrir að a.m.k. tveir leikmenn losni ekki af honum áður en tímabilið er á enda. Hákon Ívar Ólafsson meiddist illa á hné í síðasta leik og verður frá í þrjá mánuði. Svipaða sögu er að segja af Spánverjanum Rodrigo Gomes Mateo sem hefur ekkert komið við sögu í sumar og er nú í endurhæfingu á Spáni, en hann verður frá í að minnsta kosti 2 mánuði enn.

>> MEIRA
Meiđslalistinn hjá Grindavík í lengra lagi

Fréttir frá Costa Blanca mótinu á Spáni

Stelpurnar í 3. flokki kvenna eru þessa dagana staddar á Spáni þar sem þær keppa á Costa Blanca mótinu. Alls fóru 16 stúlkur út, þrjár fæddar 2001, 11 fæddar 2002 og tvær fæddar 2003. Petra Rós Ólafsdóttir er fararstjóri hópsins og skrifar skemmtilegan pistil frá mótinu á Facebook-síðu knattspyrnudeildarinnar:

>> MEIRA
Fréttir frá Costa Blanca mótinu á Spáni

Ţriđji sigurinn í röđ hjá stelpunum

Grindavíkurkonur lögðu Hauka á útivelli í gær og unnu þar með sinn þriðja leik í röð, og annan í deildinni. Deildarsigrarnir hafa báðir komið gegn liðum sem sitja í fallsætum deildarinnar og er Grindavík nú komið í þægilega fjarlægð frá þessum tveimur neðstu sætum. Grindavík er nú með 12 stig, í 6. - 7. sæti ásamt FH, en botnlið Fylkis og Hauka eru með 4 og 1 stig.

>> MEIRA
Ţriđji sigurinn í röđ hjá stelpunum

Dýrmćtur sigur á Fylki í gćr

Grindavíkurkonur lönduðu 3 dýrmætum stigum í botnbaráttunni í Pepsi-deild kvenna í gær þegar þær lögðu Fylki, 2-1, hér í Grindavík. Eftir þennan sigur hefur Grindavík slitið sig frá liðunum í fallsætum deildarinnar og eru með 5 stiga forskot á Fylki og 8 stiga forskot á botnlið Hauka.

>> MEIRA
Dýrmćtur sigur á Fylki í gćr

Stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld

Það verður sannkallaður 6 stiga leikur á Grindavíkurvelli kl. 19:15 í kvöld þegar Fylkir kemur í heimsókn en Grindavík og Fylkir eru í 8. og 9. sæti Pepsi-deildarinnar, en Fylkir er aðeins tveimur stigum á eftir Grindavík. Upphitun fyrir leikinn hefst kl. 18:00 en þá verður grillað í Gjánni gegn vægu gjaldi og svo verða knattþrautir og frís ís meðan birgðir endast.

Allir á völlinn og áfram Grindavík!

>> MEIRA
Stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld

Markmannsvandrćđi hjá Grindavík - Telma Ívarsdóttir hleypur í skarđiđ

Báðir markmenn meistaraflokks kvenna eru nú komnar á sjúkralistann. Malin Reuterwall hefur ekki leikið með liðinu síðan í maí vegna höfuðmeiðsla og er farin frá félaginu og sennilega hætt í fótbolta. Emma Higgins hefur nú bæst á listann með brákuð rifbein. Grindavík hefur því fengið hina 18 ára Telmu Ívarsdóttir til liðs við sig frá Breiðabliki. Þar sem Telma er ennþá í 2. flokki ganga skiptin strax í gegn þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn sé lokaður til 15. júlí.

>> MEIRA
Markmannsvandrćđi hjá Grindavík - Telma Ívarsdóttir hleypur í skarđiđ

Grindavík sótti stig í Kópavoginn

Grindavík sótti Blika heim í Kópavoginn í gær, í markalausum en fjörugum leik. Grindvíkingar áttu erfitt uppdráttar sóknarlega í fyrri hálfleik og boltinn var að mestu í fótum heimamanna en vörn Grindavíkur var þétt og öguð og Blikar náðu ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Þeir reyndu mörg langskot sem fóru annað hvort yfir markið eða í öruggar hendur Kristijan Jajalo.

>> MEIRA
Grindavík sótti stig í Kópavoginn

Grindavík sćkir Kópavoginn heim í kvöld

Grindavík sækir Breiðablik heim í Kópavoginn í kvöld, en með sigri getur liðið jafnað Valsmenn að stigum á toppi deildarinnar. Það er því mikið í húfi í kvöld og mun Stinningskaldi bjóða uppá rútuferð á leikinn frá Bryggjunni kl. 17:30. Takmarkaður sætafjöldi í boði og er skráning í rútuna hjá Gunnari Má í síma 865-2900. Óli Stefán mun fara með rútunni og halda töflufund fyrir stuðningsmenn á leiðinni.

>> MEIRA
Grindavík sćkir Kópavoginn heim í kvöld

Grindavík í 4-liđa úrslit Borgunarbikarsins

Grindavíkurkonur eru komnar í 4-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir góðan 3-2 sigur á Tindastóli á föstudaginn. Grindavík komst í 3-0 í fyrri hálfleik og var sigurinn aldrei í mikilli hættu þrátt fyrir að gestirnir næðu að klóra í bakkann undir lokin. Elena Brynjarsdóttir skoraði tvö fyrstu mörk Grindavíkur og Ísabel Almarsdóttir kláraði dæmið rétt áður en flautað var til hálfleiks.

>> MEIRA
Grindavík í 4-liđa úrslit Borgunarbikarsins

Bikarslagur á Grindavíkurvelli í kvöld

Það verður bikarslagur á Grindavíkurvelli kl. 19:15 í kvöld þegar stelpurnar taka á móti Tindastóli í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Við hvetjum Grindvíkinga til að fjölmenna á leikinn og hvetja okkar konur til sigurs. Athugið að árskort gilda ekki á leikinn.

>> MEIRA
Bikarslagur á Grindavíkurvelli í kvöld

Ingibjörg Sigurđardóttir í lokahópnum fyrir EM

Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir var í gær valinn í 23 manna lokahóp fyrir Evrópumeistaramót kvenna sem fram fer í Hollandi, en fyrsti leikur liðsins er gegn Frökkum þann 18. júlí. Ingibjörg er næst yngsti leikmaður liðsins, fædd 1997, en hún lék sína fyrstu A-landsleiki í sumar. Hún á að baki 15 leiki með U19 landsliðinu, 14 með U17 og 3 með U16.

>> MEIRA
Ingibjörg Sigurđardóttir í lokahópnum fyrir EM

Enn bíđa stelpurnar eftir nćstu stigum í Pepsi-deildinni

Eftir ágæta byrjun í Pepsi-deild kvenna er biðin eftir næstu stigum orðin ansi löng hjá Grindavíkurkonum, en síðasti sigur liðsins kom gegn KR þann 10. maí. Í gær tóku þær á móti Blikum þar sem lokatölur urðu 0-5, gestunum í vil. Grindavík byrjaði leikinn ágætlega fyrir 40 mínúturnar eða svo og voru óheppnar að jafna ekki 1-1 fyrir hálfleik. Í staðinn settu gestirnir tvö mörk rétt áður en flautað var til hálfleiks og gerðu í raun út um leikinn.

>> MEIRA
Enn bíđa stelpurnar eftir nćstu stigum í Pepsi-deildinni

Grindavík tekur á móti Blikum í kvöld

Grindavíkurkonur taka á móti Breiðabliki í kvöld í Pepsi-deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 og mælum við með góðum og gulum úlpum í stúkuna í kvöld.

>> MEIRA
Grindavík tekur á móti Blikum í kvöld

Grindavík lagđi ÍBV örugglega

Grindvíkingar halda áfram að gera það gott í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en í gær lögðu þeir ÍBV hér í Grindavík, 3-1. Það má segja að heimamenn hafi klárað leikinn í fyrri hálfleik en staðan var 3-0 í hálfleik. Andri Rúnar Bjarnason opnaði markareikning sinn strax á 4. mínútu og bætti svo við öðru marki fyrir hálfleik, en Sam Hewson setti eitt þar á milli.

>> MEIRA
Grindavík lagđi ÍBV örugglega

Grindavík - ÍBV á sunnudaginn

Grindavík tekur á móti ÍBV á Grindavíkurvelli á sunnudaginn kl. 17:00. Eyjamenn mæta sjóðheitir til leiks eftir góðan sigur á KR í síðasta leik og verður því eflaust um hörkuleik að ræða. Stuðningsmenn Grindavíkur munu hita upp í Gjánni frá kl. 15:30 þar sem hamborgar og fleiri veitingar verða til sölu.

>> MEIRA
Grindavík - ÍBV á sunnudaginn

Grindavík gerđi jafntefli viđ Íslandsmeistara FH

Grindvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum FH í hörkuleik á Grindavíkurvelli í gær þar sem lokatölur urðu 1-1. Grindvíkingar hafa verið að glíma við töluverð meiðsli í upphafi sumars en þau virtust þó ekki hafa mikil áhrif á leikskipulag liðsins sem ríghélt í þessum leik. FH-ingar komust lítt áfram gegn vel skipulagðri vörn Grindavíkur og sköpuðu sér fá afgerandi færi.

>> MEIRA
Grindavík gerđi jafntefli viđ Íslandsmeistara FH

Grindavík - FH í kvöld, hamborgarar fyrir leik og Jói Útherji á stađnum

Grindavík tekur á móti FH á Grindavíkurvelli í kvöld og hefst leikurinn kl. 20:00. Fyrir leik geta stuðningsmenn hitað upp í Gjánni þar sem hamborgarar og með því verða til sölu. Þá verður Jói Útherji einnig á staðnum og hægt verður að kaupa Grindavíkurtreyjur hjá honum.

Mætum á völlinn og styðjum strákana til sigurs!

>> MEIRA
Grindavík - FH í kvöld, hamborgarar fyrir leik og Jói Útherji á stađnum

Daníel Leó framlengir viđ Álasund FK

Grindvíkingurinn og varnarmaðurinn knái, Daníel Leó Grétarsson, skrifaði á dögunum undir nýjan samning við lið sitt, Álasund FK. Daníel hefur leikið með liðinu í norsku úrvalsdeildinni frá sumrinu 2015 og er því á sínu þriðja tímabili með liðinu. Hann hefur verið fastamaður í liðinu í ár þar sem hann hefur leikið 11 af 12 leikjum liðsins. Daníel á að baki landsleiki með U19 og U21 árs landsliðum Íslands og var valinn í A-landsliðið fyrir vináttuleik gegn Mexíkó í febrúar.

>> MEIRA
Daníel Leó framlengir viđ Álasund FK

Knattspyrnuskóli UMFG

Knattspyrnuskóli UMFG og Lýsis verður starfræktur í sumar. Námskeiðin eru opin öllum iðkendum á aldrinum 6 - 14 ára, bæði piltum og stúlkum. Um er að ræða þrjú viku námskeið í júní og eitt viku námskeið í ágúst.

Á námskeiðunum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi.

>> MEIRA
Knattspyrnuskóli UMFG

Sumarblómasala fótboltans er byrjuđ

Sumarblómasala 5. og 6. flokks drengja í knattspyrnu er á sínum stað á planinu við Geo hótel. Salan verður opin frá 16:00 - 20:30 í dag og á morgun, fimmtudaginn 8. júní. Athugið að ekki er hægt að greiða kreditkortum, aðeins debit og peningum.

>> MEIRA
Sumarblómasala fótboltans er byrjuđ

Grindavík á toppinn eftir sigur á KR

Grindavík gerði gríðarlega góða ferð vestur í bæ í gærkvöldi þegar strákarnir lögðu KR, 0-1. Grindvíkingar sýndu mikla baráttu og agaðan leik þar sem þeir fylgdu leikskipulagi Óla Stefáns út í ystu æsar. Þeir gáfu fá færi á sér og þau fáu færi KR sem litu dagsins ljós varði Kristijan Jajalo örugglega. 

>> MEIRA
Grindavík á toppinn eftir sigur á KR

Bikardraumurinn úti ţetta áriđ hjá strákunum

Grindvíkingar geta nú einbeitt sér af fullum krafti að toppbaráttunni í Pepsi-deild karla en þeir töpuðu í gær fyrir Leikni á útivelli í 16-liða úrslitum Borgunarbikarins. Hvorugu liðinu tókst að knýja fram sigur í venjulegum leiktíma en staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Staðan var óbreytt eftir 120 mínútur og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni.

>> MEIRA
Bikardraumurinn úti ţetta áriđ hjá strákunum

Grindvíkingar fyrstir til ađ leggja Val í sumar

Grindvíkingar færðu Valsmönnum fyrsta tap þeirra í sumar á Grindavíkurvelli í gær, en Andri Rúnar Bjarnason skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Grindavíkur. Andri hefur heldur betur verið á skotskónum í síðustu leikjum og er kominn með 5 mörk. Eftir þennan sigur er Grindavík í 3. sæti deildarinnar með 10 stig þegar 5 umferðir eru að baki.

>> MEIRA
Grindvíkingar fyrstir til ađ leggja Val í sumar

Skráning hafin á Bacalao mótiđ

Laugardaginn 10. júní verður hið árlega Bacalaomót haldið á Grindavíkurvelli og skemmtun um kvöldið í Gjánni.

Skráning er hafin á https://www.bacalaomotid.is

Um kvöldið verður sannkölluð saltfiskveisla þar sem Guðni Ágústsson og Jóhannes Kristjánsson halda uppi fjörinu ásamt Bjartmari Guðlaugssyni

>> MEIRA
Skráning hafin á Bacalao mótiđ

Andri Rúnar Bjarnason leikmađur 4. umferđar

Andri Rúnar Bjarnason var valinn besti leikmaður 4. umferðar Pepsi-deildar karla af vefmiðlinum Fótbolta.net en Andri skoraði þrennu í sigri Grindavíkur á ÍA á mánudaginn. Við birtum hér að neðan umfjöllun Fótbolta.net og viðtal:

>> MEIRA
Andri Rúnar Bjarnason leikmađur 4. umferđar

Stuđningsmannakvöld GG í Gjánni í kvöld

Knattspyrnufélagið GG heldur stuðningsmannakvöld í Gjánni í kvöld, miðvikudaginn 24. maí. Húsið opnar kl. 19:00 og er frítt inn. Veislustjóri er enginn annar en sjálfur Gauti Dagbjartsson.

Seldir verða hamborgarar á lágu verði og einnig verður happadrætti og þá verður úrslitaleikur Evrópudeildarinnar sýndur á breiðtjaldi.

>> MEIRA
Stuđningsmannakvöld GG í Gjánni í kvöld

Grindavík lagđi ÍA á Akranesi - Andri Rúnar međ ţrennu

Grindavík gerði góða ferð uppá Skipaskaga í gær í Pepsi-deild karla, þar sem strákarnir lögðu ÍA í miklum markaleik, lokatölur 2-3. Andri Rúnar Bjarnason skoraði öll mörk Grindavíkur og hefði hæglega getað sett tvö enn. Andri í fanta formi í upphafi sumars og vonandi er þetta aðeins upphitun fyrir það sem koma skal hjá kappanum.

>> MEIRA
Grindavík lagđi ÍA á Akranesi - Andri Rúnar međ ţrennu

Grindavík rúllađi Völsungum upp, 7-1

Grindavík er komið áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikarins eftir frábæran 7-1 sigur á Völsungum í gær. Grindavík lék upp í stífan vindinn í fyrri hálfleik en það virtist þó ekki skipta máli þar sem strákarnir settu 3 mörk í fyrri hálfleik. Þeir bættu svo við fjórum til viðbótar í seinni hálfleik. Markaskorarar Grindavíkur voru William Daniels sem skoraði 4 mörk og Sam Hewson setti þrennu.

>> MEIRA
Grindavík rúllađi Völsungum upp, 7-1

Stelpurnar fengu skell heima gegn ÍBV

Grindavíkurkonur áttu ekki sinn besta dag í gær þegar þær tóku á móti ÍBV, en lokatölur leiksins urðu 0-4. Erlendir leikmenn liðsins sem dregið hafa vagninn framan af móti áttu erfitt uppdráttar og sáust varla á löngum köflum. Thaisa Moreno var ekki í leikmannahópnum í gær vegna meiðsla en hún hefur verið einn besti leikmaður liðsins og virtist liðið sakna krafta hennar mjög.

>> MEIRA
Stelpurnar fengu skell heima gegn ÍBV

Grindavík mćtir ÍBV á morgun og stelpurnar leggja allt undir

Grindavík tekur á móti ÍBV í Pepsi-deild kvenna á morgun, þriðjudaginn 16. maí, kl. 17:15. Grindavík hefur farið vel af stað í vor og er með 6 stig eftir 3 umferðir. Stelpurnar ætla sér að fylgja þessum góða árangri eftir á morgun og leggja allt undir til að næla sér í 3 stig í viðbót. Mætum á völlinn og styðjum stelpurnar til sigurs.

Áfram Grindavík!

>> MEIRA
Grindavík mćtir ÍBV á morgun og stelpurnar leggja allt undir

Grindvíkingar fengu skell gegn Víkingum heima

Eftir ágætis byrjun á tímabilinu var Grindvíkingum kippt harkalega niður á jörðina í gær þegar þeir steinlágu heima gegn Víkingum frá Ólafsvík, 1-3. Grindvík lék með vindinn í bakið í fyrri hálfleik en náði þó ekki að setja mark en Víkingar opnuðu seinni hálfleikinn með látum og komust fljótt í 0-2. Juan Manuel Ortiz Jimenez minnkaði muninn í uppbótartíma en hann var að leika sinn fyrsta leik á tímabilinu eftir meiðsli.

>> MEIRA
Grindvíkingar fengu skell gegn Víkingum heima

Grindavík lagđi KR á útivelli

Grindavíkurkonur fara vel af stað í Pepsi-deildinni en þær unnu KR á útivelli í gærkvöldi, 0-1. Grindavík var mun betri aðilinn í leiknum og sóttu stelpurnar nær látlaust frá fyrstu mínútu. Þrátt fyrir aragrúa marktækifæra leit aðeins eitt mark dagsins ljós en það var hin brasilíska Rilany Aguiar Da Silva. 

>> MEIRA
Grindavík lagđi KR á útivelli

Andri Rúnar tryggđi sigurinn gegn sínum gömlu félögum

Grindavík landaði sannkölluðum seiglusigri gegn Víkingum í gær en Andri Rúnar Bjarnason, fyrrum leikmaður Víkings, skoraði sigurmarkið í uppbótartíma á 94. mínútu. Grindavík byrjaði leikinn ekki vel en eftir gott spjall í hálfleik þar sem Óli Stefán lagði mönnum línurnar var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og tvö góð mörk litu dagsins ljós. Lokatölur Víkingur 1 - Grindavík 2 og Grindavík með 4 stig eftir tvær fyrstu umferðir sumarsins.

>> MEIRA
Andri Rúnar tryggđi sigurinn gegn sínum gömlu félögum

Grindavík vann nýliđaslaginn

Grindavíkurkonur tryggðu sér fyrstu þrjú stig sumarsins í gær þegar þær lögðu Hauka í nýliðaslag, 2-1. Grindavík var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hálf ótrúlegt að aðeins eitt mark liti dagsins ljós. Hin brasilíska Thaisa De Moraes Rosa Moreno tryggði sigurinn með marki á 71. mínútu en hún var í algjöru lykilhlutverki í gær og tók við fyrirliðabandinu þegar Bentína fór meidd af velli undir lokin.

>> MEIRA
Grindavík vann nýliđaslaginn

Fyrsti heimaleikur sumarsins í kvöld

Grindavíkurkonur leika sinn fyrsta heimaleik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar nýliðar Hauka koma í heimsókn kl. 19:15. Við hvetjum Grindvíkinga til að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á stelpunum okkar sem ætla að láta til sín taka í efstu deild í sumar.

Við minnum jafnframt á að sala árskorta er í fullum gangi. 

>> MEIRA
Fyrsti heimaleikur sumarsins í kvöld

Sala og afhending árskorta í fullum gangi

Knattspyrnuvertíðin er hafin og í kvöld, miðvikudag, er fyrsti heimaleikur meistaraflokks kvenna þegar Haukar koma í heimsókn. Sala árskorta er hafin og verða kortin seld og afhent í gula húsinu. Sala árskorta heldur svo áfram næstu daga á sama stað. Grindavík á nú lið bæði í efstu deild karla og kvenna og gildir árskortið á alla heimaleiki hjá báðum liðum í Pepsideild, samtals 20 leiki.

>> MEIRA
Sala og afhending árskorta í fullum gangi

Strákarnir lönduđu stigi í fyrsta leik tímabilsins

Endurkoma Grindavíkur í efstu deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi var lituð af mikilli rigningu og roki, en það eru svo sem aðstæður sem okkar menn þekkja ágætlega. Stjarnan var mætt í heimsókn á Grindavíkurvöll en Fótbolti.net spáði liðinu í 4. sæti, en Grindvíkingum falli.

>> MEIRA
Strákarnir lönduđu stigi í fyrsta leik tímabilsins

Stelpurnar töpuđu í Árbćnum í jöfnum leik

Flestir leikmenn meistaraflokks kvenna hlutu eldskírn sína í efstu deild síðastliðinn fimmtudag þegar Grindavík sótti Fylki heim í Árbæinn, en Grindavík lék síðast í efstu deild kvenna sumarið 2011. Grindavík fékk á sig mark í fyrri hálfleik og gerði Róbert nokkrar breytingar á skipulaginu í hálfleik. Var allt annar bragur á leik liðsins í seinni hálfleik en þær náðu þó ekki að skora, lokatölur 1-0.

>> MEIRA
Stelpurnar töpuđu í Árbćnum í jöfnum leik

Pennarnir á lofti í Gula húsinu

Skrifað var undir samninga við þrjá leikmenn meistaraflokks kvenna í knattspyrnu í gær. Þær Anna Þórunn og Linda Eshun framlengdu samninga sína og Berglind Ósk Kristjánsdóttir er nýr leikmaður liðsins, en hún kemur frá Völsungi á Húsavík og hefur æft með liðinu í vetur og leikið með því í vor. Við bjóðum Berglindi velkomna til Grindavíkur og óskum liðinu góðs gengis en fyrstu leikur þeirra í Pepsi-deildinni er útileikur gegn Fylki annað kvöld.

>> MEIRA
Pennarnir á lofti í Gula húsinu

Óli Baldur međ fimm mörk í bikarsigri GG

GG vann góðan 7-1 sigur á liði Snæfells/UDN á laugardaginn þar sem Óli Baldur Bjarnason gerði sér lítið fyrir og skoraði 5 mörk. Eins og við greindum frá á dögunum lagði Óli Baldur úrvalsdeildarskóna á hilluna en er augljóslega ekki dauður úr öllum æðum og mun eflaust reynast GG drjúgur ef hann heldur skónum frá hillunni góðu.

>> MEIRA
Óli Baldur međ fimm mörk í bikarsigri GG

Hitađ upp fyrir Pepsi-deildina í Gjánni annađ kvöld

Meistaraflokkur kvenna býður til kynningar á Pepsi-deildarliði Grindavíkur í Gjánni annað kvöld, þriðjudaginn 25. apríl, kl. 20:00. Þjálfari liðsins, Róbert Haraldsson fyrir yfir sumarið, leikmannakynningar, sala ársmiða og fleira.

Allir hjartanlegan velkomir - veitingar í boði Hérastubbs bakara. Hvetjum sem flesta til að mæta og kynna sér starf meistaraflokks kvenna.

>> MEIRA
Hitađ upp fyrir Pepsi-deildina í Gjánni annađ kvöld

Meistaraflokkur kvenna leitar ađ öflugu fólki fyrir sumariđ

Grindavík mun hefja leik í Pepsi-deild kvenna eftir tæpa viku og er að mörgu að hyggja nú þegar liðið spilar á ný í efstu deild. Meistaraflokksráð kvenna leitar því að áhugasömum einstaklingum til að aðstoða og hjálpa til við skipulag á heimaleikjum í sumar, þar sem mikilvægt er að allt skipulag sé til fyrirmyndar. Fyrsti heimaleikur sumarsins verður 3. maí næstkomandi.

>> MEIRA
Meistaraflokkur kvenna leitar ađ öflugu fólki fyrir sumariđ

Grindavík spáđ fallsćti í Pepsi-deild karla

Spekingar Fótbolta.net eru byrjaðir að birta spá sína fyrir Pepsi-deildina 2017, en þeir spá Grindavík ekki mjög góðu gengi í sumar. Grindavík fékk aðeins 19 stig í spánni í ár sem dugar aðeins í 11. sætið af 12. Umfjöllun Fótbolta.net er ansi ítarleg og má lesa hana í heild sinni hér að neðan:

>> MEIRA
Grindavík spáđ fallsćti í Pepsi-deild karla

Tap í úrslitum Lengjubikarsins stađreynd

Grindavík mætti ofjörlum sínum í úrslitaleik Lengjubikarsins í gær þegar liðið steinlá gegn KR, 4-0. Grindvíkingar mættu til leiks með þunnskipað lið eftir að hafa leikið 6 leiki á 18 dögum. Sex leikmenn voru á sjúkralista í gær og allir leikmenn á bekknum nema einn voru úr 2. flokki. Vörnin hélt þó fyrsta hálftímann en eftir það varð ekki aftur snúið þrátt fyrir ágæta baráttu hjá okkar mönnum.

>> MEIRA
Tap í úrslitum Lengjubikarsins stađreynd

Stelpunum spáđ 7. sćti í Pepsi-deildinni í sumar

Sparkspekingar Fótbolta.net spá kvennaliði Grindavíkur ágætis árangri í Pepsi-deildinni í sumar, eða 7. sæti af 10. liðum. Liðið hefur bætt við sig öflugum erlendum leikmönnum í vetur, þar á meðal tveimur brasilískum landsliðskonum. Það virðast því vera meiri væntingar til Grindavíkur í sumar en oft eru gerðar til nýliða í deildinni.

>> MEIRA
Stelpunum spáđ 7. sćti í Pepsi-deildinni í sumar

Grindavík leikur til úrslita í Lengjubikarnum kl. 14:00

Grindavík leikur til úrslita í Lengjubikar karla í Egilshöll í dag kl. 14:00. Grindavík mætir KR í þessum úrslitaleik. Leikurinn átti að fara fram á Valsvelli en var færður inn vegna veðurs.

>> MEIRA
Grindavík leikur til úrslita í Lengjubikarnum kl. 14:00

Grindavík í 4-liđa úrslit Lengjubikarsins

Grindavíkingar virðast hafa komið endurnærðir úr æfingaferðinni á Spáni en þeir lögðu Skagamenn nokkuð örugglega í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á mánudaginn, 4-1. Ingvar Þór Kale markvörður Skagamanna opnaði leikinn með sjálfsmarki og setti tóninn fyrir það sem koma skyldi. Grindavík mætir hinum nýliðum Pepsi-deildarinnar, KA, í 4-liða úrslitum.

>> MEIRA
Grindavík í 4-liđa úrslit Lengjubikarsins

Grindavík jarđađi Stjörnuna í Ásgarđi og er komiđ í úrslit!

Grindavík var nú rétt áðan að tryggja sér sæti í úrslitaviðureign Domino's deildar karla með því að gjörsigra Stjörnuna á þeirra heimavelli, 69-104. Það var ekki að sjá á leik heimamanna að tímabilið væri undir hjá þeim en leikurinn varð aldrei sérlega spennandi og sigur Grindavíkur aldrei í hættu.

>> MEIRA
Grindavík jarđađi Stjörnuna í Ásgarđi og er komiđ í úrslit!

Ekki tjaldađ til einnar nćtur í Pepsi-deildinni í sumar

Nú þegar innan við mánuður er í fyrstu leiki í Pepsi-deildum karla og kvenna er ekki úr vegi að við birtum viðtal við þá Óla Stefán Flóventsson og Róbert Haraldsson, þjálfara meistaraflokka Grindavíkur í knattspyrnu. Viðtalið birtist áður í 1. tbl. Járngerðar sem kom út í byrjun mars.

>> MEIRA
Ekki tjaldađ til einnar nćtur í Pepsi-deildinni í sumar

Dröfn valin í U19 ára landsliđiđ gegn Ungverjum

Dröfn Einarsdóttir, leikmaður Grindavíkur í meistaraflokki kvenna, hefur verið valin í U19 ára landsliðið sem mætir Ungverjum í tveimur vináttulandsleikjum 11. og 13. apríl. Dröfn, sem fædd er árið 1999, er ein allra efnilegasta knattspyrnukona Grindavíkur en hún á 15 leiki að baki með U17 landsliðinu og hefur þegar leikir 4 leiki fyrir U19 ára liðið.

>> MEIRA
Dröfn valin í U19 ára landsliđiđ gegn Ungverjum

Grindavík í 8-liđa úrslit Lengjubikarsins

Grindavík tryggði sér í gærkvöldi sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins þegar liðið gerði jafntefli við Stjörnuna, 2-2. Grindavík náði 0-2 forystu í leiknum með mörkum frá Magnúsi Björgvinssyni. Nokkra sterka leikmenn vantaði í lið Grindavíkur en Stjarnan stillti upp sínu sterkasta liði. Stjarnan sótti án afláts í seinni hálfleik og jöfnuðu að lokum leikinn úr vítaspyrnu á 83. mínútu.

>> MEIRA
Grindavík í 8-liđa úrslit Lengjubikarsins

Stelpurnar völtuđu yfir Selfoss í Lengjubikarnum

Grindavík tók Selfyssinga í kennslustund í sóknarleik í Lengjubikarnum í gær en Grindavík skoraði 6 mörk í leiknum gegn engu. Lauren Brennan var á skotskónum og setti 5 af 6 mörkum Grindavíkur. Liðið virðist vera að ná að stilla saman strengi nú þegar styttist í Pepsi-deildina en fyrsti leikur liðsins er þann 27. apríl á útivelli gegn Fylki.

>> MEIRA
Stelpurnar völtuđu yfir Selfoss í Lengjubikarnum

Ađalfundur UMFG 2017 í kvöld

Við minnum á aðalfund UMFG sem haldinn verður í Gjánni kl 20:00 í kvöld, mánudaginn 27. mars.

Venjuleg aðalfundarstörf.

 

>> MEIRA
Ađalfundur UMFG 2017 í kvöld

Hugmyndavinna stuđningsmannafélags Grindavíkur á ţriđjudaginn kl. 20:00

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu, boðar áhugasama stuðningsmenn til fundar í Gjánni næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 20:00. Það styttist í Pepsi-deildina 2017 þar sem Grindavík mun eiga fulltrúa í báðum deildum og ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Fundurinn er öllum opinn og hvetjum við sem flesta til mæta og þjappa sér saman í kringum liðin okkar eins og okkur Grindvíkingum er einum lagið.

>> MEIRA
Hugmyndavinna stuđningsmannafélags Grindavíkur á ţriđjudaginn kl. 20:00

Milos Zeravica til Grindavíkur

Grindavík hefur bætt í leikmannahópinn fyrir komandi sumar í Pepsi-deild karla en hinn serbneski Milos Zeravica skrifaði undir samning fyrir helgi. Milos, sem er 28 ára örfættur miðjumaður, hefur æft með liðinu undanfarnar vikur en hann spilaði síðast með Zrinjski Mostar í Bosníu-Hersegóvínu og fagnaði meistaratitli með liðinu í fyrra.

>> MEIRA
Milos Zeravica til Grindavíkur

Óli Baldur leggur skóna á hilluna - verđur styrktarţjálfari liđsins

Grindvíkingurinn Óli Baldur Bjarnason mun ekki verða meðal leikmanna Grindavíkur í Pepsi-deildinni í sumar. Óli hefur undanfarin ár verið að gera góða hluti sem einkaþjálfari og hefur ákveðið að einbeita sér af fullum krafti á því sviði, en Óli er nú kominn inn í þjálfarateymi liðsins sem styrktarþjálfari.

>> MEIRA
Óli Baldur leggur skóna á hilluna - verđur styrktarţjálfari liđsins

Ađalfundur GG miđvikudaginn 15. mars

Aðalfundur GG verður haldinn miðvikudaginn 15. mars kl. 19:00 í Gula húsinu.

Allir velkomnir og boðið verður upp á kaffi í lok fundar.

Stjórnin.

 

>> MEIRA
Ađalfundur GG miđvikudaginn 15. mars

Ađalfundur UMFG 27. mars

Aðalfundur UMFG verður haldinn mánudaginn 27.mars kl 20:00 í Gjánni við Austurveg 1-3 í Grindavík.

Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf.

>> MEIRA
Ađalfundur UMFG 27. mars

Knattspyrnuskóli UMFG er risastórt samvinnuverkefni

Knattspyrnuskóli UMFG og Jóa útherja var helgina 17.-19.febrúar og mættu 130 iðkendur víðs vegar að frá landinu. Skólinn hefur notið mikilla vinsælla og hefur fest sig í sessi um ókomna tíð. Mikið var lagt í skólann varðandi þjálfara/fyrirlesara. Meistarakokkurinn Bjarni Óla sá um að fæða hópinn en hann hefur séð um matinn öll árin sem skólinn hefur verið starfræktur.

>> MEIRA
Knattspyrnuskóli UMFG er risastórt samvinnuverkefni

Grindavík og Breiđablik skildu jöfn í Lengjubikarnum

Grindavík og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Lengjubikarnum á laugardaginn en leikið var í Fífunni. William Daniels kom Grindavík yfir snemma í leiknum eftir laglega sendingu frá Kristijan Jajalo, markmanni Grindavíkur. Breiðablik jafnaði á 57. mínútu og var markið af dýrari gerðinni, hælspyrna eftir hornspyrnu.

>> MEIRA
Grindavík og Breiđablik skildu jöfn í Lengjubikarnum

Ćfingar falla niđur í Hópinu í dag til kl. 17:00

Vegna veðurs er Hópið lokað og allar æfingar þar falla niður til klukkan 17:00 í það minnsta.

>> MEIRA
Ćfingar falla niđur í Hópinu í dag til kl. 17:00

Ađalfundur knattspyrnudeildar UMFG í dag

Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar 2017. Kl: 18:00 í félagsheimili knattspyrnudeildar að Austurvegi 3 (Gulahúsinu)

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.

Iðkendur, foreldrar, velunnarar og aðrir áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta.

Stjórn knattspyrnudeildar UMFG.

>> MEIRA
Ađalfundur knattspyrnudeildar UMFG í dag

Sćnskur markvörđur til Grindavíkur

Meistaraflokkur kvenna heldur áfram að bæta við sig erlendum landsliðskonum fyrir komandi sumar í Pepsi-deildinni en fótbolti.net greinir frá því í dag að hin sænska Martin Reuterwall sé gengin til liðs við Grindavík. Martin er 26 ára markvörður frá Svíþjóð og hefur leikið einn landsleik. Hin norður-írska Emma Higgins framlengdi sinn samning við Grindavík í desember og því ljóst að það verður hörð samkeppni um markmannsstöðuna í sumar.

>> MEIRA
Sćnskur markvörđur til Grindavíkur

Grindavík prúđasta liđ Inkasso-deildarinnar 2016

Á nýliðnu ársþingi KSÍ sem haldið var í Vestmannaeyjum fékk Grindavík Drago styttu en stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik miðað við gul og rauð spjöld dómaranna. Þessi viðurkenning er skemmtileg rós í hnappagat liðsins og góður lokapunktur hið frábæra sumar sem liðið átti í fyrra.

 

>> MEIRA
Grindavík prúđasta liđ Inkasso-deildarinnar 2016

Ađalfundur knattspyrnudeildar UMFG

Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar 2017. Kl: 18:00 í félagsheimili knattspyrnudeildar að Austurvegi 3 (Gulahúsinu)

Dagskrá : Venjuleg aðalfundarstörf.

Iðkendur, foreldrar, velunnarar og aðrir áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta.

Stjórn knattspyrnudeildar UMFG.

 

>> MEIRA
Ađalfundur knattspyrnudeildar UMFG

Tveir nýir leikmenn til Grindavíkur - sambabolti í sumar?

Það bætist hratt í hópinn hjá stelpunum fyrir komandi sumar í Pepsi-deild kvenna en í gær tilkynnti knattspyrnudeildin að gengið hefði verið frá samningum við þær Thaisa de Moraes Rosa Moreno og Rilany Aguiar da Silva en þær stöllur reynslumiklir leikmenn og eru báðar ættaðar frá Brasilíu. Þær vinkonur hafa meðal annars spilað með Tyresjö FF í Svíþjóð árið 2014 og fóru með liðinu í úrslitaleik meistaradeildarinnar.

>> MEIRA
Tveir nýir leikmenn til Grindavíkur - sambabolti í sumar?

Ađalfundur knattspyrnudeildar UMFG

Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar 2017. Kl: 20:00 í félagsheimili knattspyrnudeildar að Austurvegi 3 (Gulahúsinu)

Dagskrá : Venjuleg aðalfundarstörf.

Iðkendur, foreldrar, velunnarar og aðrir áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta.

Stjórn knattspyrnudeildar UMFG.

>> MEIRA
Ađalfundur knattspyrnudeildar UMFG

Carolina Ana Trindade Coruche Mendes til liđs viđ Grindavík

Meistaraflokkar kvenna heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi sumar í Pepsi-deildinni. Carolina Ana Trindade Coruche Mendes er mætt til Grindavíkur en Carolina er landsliðskona frá Portúgal og hefur spilað 35 landsleiki og skorað í þeim 8 mörk. Hún er miðjumaður/framherji og spilaði síðast með Djurgården í Svíþjóð, en þar áður í Rússlandi og á Ítalíu.

>> MEIRA
Carolina Ana Trindade Coruche Mendes til liđs viđ Grindavík

Knattspyrnunámskeiđ helgina 17. - 19. febrúar

Með stolti kynnum við til sögunnar knattspyrnuskóla knattspyrnudeildar UMFG og Jóa útherja 2017 fyrir 5.- 3. flokk stráka og stelpna. Mikil áhersla er lögð á að einstaklingurinn fái að njóta sín í knattspyrnuskólanum. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að hver og einn fá góða innsýn í æfingaheim þeirra sem hafa atvinnu af því að stunda knattspyrnu. Skólinn er ekki síður fyrir markmenn en útileikmenn, enda er boðið upp á sérstaka markmannsþjálfun.

>> MEIRA
Knattspyrnunámskeiđ helgina 17. - 19. febrúar

Knattspyrnunámskeiđ helgina 17. - 19. febrúar

Með stolti kynnum við til sögunnar knattspyrnuskóla knattspyrnudeildar UMFG 2017 fyrir 5.- 3. flokk stráka og stelpna. Mikil áhersla er lögð á að einstaklingurinn fái að njóta sín í knattspyrnuskólanum. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að hver og einn fá góða innsýn í æfingaheim þeirra sem hafa atvinnu af því að stunda knattspyrnu. Skólinn er ekki síður fyrir markmenn en útileikmenn, enda er boðið upp á sérstaka markmannsþjálfun.

>> MEIRA
Knattspyrnunámskeiđ helgina 17. - 19. febrúar

Knattspyrnuskóli UMFG

Knattspyrnudeild UMFG heldur knattspyrnunámskeið fyrir stráka og stelpur helgina 17. - 19.febrúar

Með stolti kynnum við til sögunnar knattspyrnuskóla knattspyrnudeildar UMFG 2017 fyrir 5.- 3. flokk stráka og stelpna.

Mikil áhersla er lögð á að einstaklingurinn fái að njóta sín í knattspyrnuskólanum. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að hver og einn fá góða innsýn í æfingaheim þeirra sem hafa atvinnu af því að stunda knattspyrnu. Skólinn er ekki síður fyrir markmenn en útileikmenn, enda er boðið upp á sérstaka markmannsþjálfun.

>> MEIRA
Knattspyrnuskóli UMFG

María Sól Jakobsdóttir til liđs viđ Grindavík

Kvennaráð knattspyrnudeildar UMFG skrifaði á þriðjudag undir samning við nýjan leikmann, Maríu Sól Jakobsdóttur. María er uppalin í Stjörnunni en lék síðastliðið sumar í 1. deild með Skínandi, sem er aukalið Stjörnunnar. María er ungur og efnilegur leikmaður, fædd árið 1999 og hefur leikið 4 leiki með U17 ára landsliði Íslands. Við bjóðum Maríu Sól velkomna til Grindavíkur.

>> MEIRA
María Sól Jakobsdóttir til liđs viđ Grindavík

Daníel Leó valinn í A-landsliđiđ

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu hefur valið landsliðshópinn sem mætir Mexíkó vináttuleik í næstu viku í Las Vegas í Bandaríkjunum. Grindvíkingurinn Daníel Leó er einn af sjö nýliðum í hópnum en Daníel var á skotskónum í síðustu viku með liði sínu Aalesund FK í Noregi þegar hann skoraði 2 mörk í 4-0 sigri liðsins.

>> MEIRA
Daníel Leó valinn í A-landsliđiđ

Jafntefli gegn Stjörnunni í Fótbolta.net mótinu

Grindavík lauk um helgina leik í Fótbolta.net mótinu með 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni. Þau úrslit eru óneitanlega töluverð bæting frá síðasta leik þegar liðið steinlá gegn Skagamönnum, 6-1. Óli Stefán sagði í viðtali eftir leik að veikleikar liðsins hefðu öskrað á þá eftir tapið gegn ÍA og hann hefði unnið vel í þeim með leikmönnum fyrir þennan leik.

>> MEIRA
Jafntefli gegn Stjörnunni í Fótbolta.net mótinu

Tíu öflugir ungir íţróttamenn fengu hvatningarverđlaun UMFG 2016

Um leið og við útnefndum og verðlaunuðum okkar besta íþróttafólk núna á gamlársdag, þá fengu tíu efnilegir ungir íþróttamenn einnig viðurkenningar sem kallast Hvatningarverðlaun UMFG. Hér að neðan má lesa textana sem fylgdu þeirra tilnefningum. Við óskum þessum efnilegu krökkum til hamingju með verðlaunin.

>> MEIRA
Tíu öflugir ungir íţróttamenn fengu hvatningarverđlaun UMFG 2016

Kristólína Ţorláksdóttir er stuđningsmađur ársins 2016

Á gamlársdag var það ekki bara íþróttafólkið okkar sem hlaut viðurkenningar heldur var stuðningsmaður ársins einnig útnefndur. Sú sem hlaut nafnbótina í ár var engin önnur en Kristólína Þorláksdóttir, eða Lína í Vík, eins og hún er svo gjarnan kölluð. Við óskum henni til hamingju með titilinn og sendum henni um leið okkar bestu þakkir fyrir hennar starf í þágu UMFG á undanförnum árum.

>> MEIRA
Kristólína Ţorláksdóttir er stuđningsmađur ársins 2016

Alexander Veigar og Petrúnella íţróttafólk ársins 2016

Knattspyrnumaðurinn Alexander Veigar Þórarinsson og körfuknattleikskonan Petrúnella Skúladóttir voru í dag kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2016 við hátíðlega athöfn í Gjánni. Alexander var lykilmaður í liði Grindavíkur sem vann sér sæti í Pepsi-deildinni í sumar og Petrúnella var einn af burðarásum liðs meistaraflokks kvenna sem lék til úrslita á Íslandsmótinu síðastliðið vor.

>> MEIRA
Alexander Veigar og Petrúnella íţróttafólk ársins 2016

Firmamótiđ í dag kl. 16:00

Hið fjöruga og skemmtilega Firmamót verður haldið í 30. skipti í dag, föstudaginn 30. desember, í íþróttahúsi Grindavíkur. Mótið er haldið af liði GG og er leikið með battaboltafyrirkomulagi. Í tilefni þess að firmamótið er haldið í 30. skipti þá verður verðlaunað, eins og hefbundið er, fyrir 1, 2 og 3 sæti en einnig verður verðlaunað fyrir besta leikmann, skemmtilegasta leikmann og skemmtilegasta áhorfandann.

>> MEIRA
Firmamótiđ í dag kl. 16:00

Firmamótiđ á föstudaginn

Hið fjöruga og skemmtilega Firmamót verður haldið í 30. skipti þann 30. desember næstkomandi í íþróttahúsi Grindavíkur. Mótið er haldið af liði GG og er leikið með battaboltafyrirkomulagi. Í tilefni þess að firmamótið er haldið í 30. skipti þá verður verðlaunað, eins og hefbundið er, fyrir 1, 2 og 3 sæti en einnig verður verðlaunað fyrir besta leikmann, skemmtilegasta leikmann og skemmtilegasta áhorfandann.

>> MEIRA
Firmamótiđ á föstudaginn

Gleđileg jólakveđja frá UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsældir á nýju ári.

Viljum við þakka kærlega fyrir góð samskipti við deildir innan UMFG og síðast en ekki síst iðkendum, þjálfurum og þeim ótrúlega mörgu sjálfboðaliðum sem sjá um að halda starfinu gangandi innan deildanna, án þeirra yrði starfið ekki eins frábært og það er í dag.

Vonum við að allir hafi það sem allra best um hátíðarnar og njóti samverunnar með fjölskyldu og vinum.

>> MEIRA
Gleđileg jólakveđja frá UMFG

Linda Eshun tryggđi Ghana brons í Afríkubikarnum

Linda Es­hun, leikmaður Grinda­vík­ur er einnig landsliðskona hjá Ghana. Hún spilaði með landsliðinu í Afríkubikarnum fyrr í desember og er skemmst frá því að segja að hún tryggði liðinu bronsið á mótinu með því að skora sigurmarkið í 1-0 sigri á S-Afríku. Linda var öflug í liði Grindavíkur í sumar en hún skoraði 6 mörk í 14 leikjum og var valin besti leikmaður liðsins á lokahófinu.

>> MEIRA
Linda Eshun tryggđi Ghana brons í Afríkubikarnum

Emma og Lauren áfram međ Grindavík

Kvennaráð knattspyrnudeildar UMFG endurnýjaði samninga við tvo lykilleikmenn síðastliðinn föstudag en þá skrifuðu þær Emma Higgins og Lauren Brennan undir nýja samninga og leika því með liðinu í Pepsi-deildinni að ári.

>> MEIRA
Emma og Lauren áfram međ Grindavík

Sam Hewson til Grindavíkur (stađfest)

Knattspyrnudeild UMFG gekk í gær frá samningum við hinn enska Saw Hewson, en Sam hefur leikið með FH undanfarin ár. Þar áður lék hann með Fram en er uppalinn í unglingaliði Manchester United og er því annar leikmaður Grindavíkur úr United á eftir Lee Sharpe. Hann er jafnframt annar leikmaður FH sem gengur til liðs við Grindavík á þessu ári. 

>> MEIRA
Sam Hewson til Grindavíkur (stađfest)

Stuđningsmađur ársins 2016

Nú óskum við hjá UMFG eftir tilnefningu á stuðningsmanni/konu ársins, Stuðningsmaður ársins getur verið sá einstaklingur sem hefur stutt við bakið á grasrótarstarf íþróttahreyfingarinnar með einum eða öðrum hætti. 

Allir geta tekið þátt i kosningunni með því að senda tölvupóst á kosning@umfg.is  í síðasta lagi fimmtudaginn 22.des 2016 

Bræðurnir Guðni og Guðlaugur Gústafssynir voru heiðraðir sem stuðningsmenn árið 2015. 

>> MEIRA
Stuđningsmađur ársins 2016

Firmamótiđ 30 ára

Hið fjöruga og skemmtilega Firmamót verður haldið í 30. skipti þann 30. desember næstkomandi í íþróttahúsi Grindavíkur.
Mótið er haldið af liði GG og er leikið með battaboltafyrirkomulagi. Í tilefni þess að firmamótið er haldið í 30. skipti þá verður verðlaunað, eins og hefbundið er, fyrir 1, 2 og 3 sæti en einnig verður verðlaunað fyrir besta leikmann, skemmtilegasta leikmann og skemmtilegasta áhorfandann.

>> MEIRA
Firmamótiđ 30 ára

Sjö ungar og efnilegar skrifuđu undir samninga um helgina

Sjö ungir og efnilegir leikmenn undirrituðu samninga við meistaraflokk kvenna í knattspyrnu í Grindavík um helgina. Allar eru stelpurnar uppaldar hjá Grindavík og bíður þeirra mikil áskorun í sumar þar sem liðið leikur á ný í efstu deild eftir langt hlé.

>> MEIRA
Sjö ungar og efnilegar skrifuđu undir samninga um helgina

Slaufur

Þessar fallegu slaufur eru til sölu á skrifstofu UMFG við Austurveg 1-3.

Slaufan kostar 4000.- kr og er til styrktar fjáröflun fyrir forvarnarsjóð sem stofnaður var af stjórn UMFG

áhugasamir geta nálgast slaufuna á skrifstofu UMFG á mánudögum-fimmtudaga frá kl 14:00-17:00 eða sent Höddu tölvupóst í umfg@umfg.is og hún mun hafa samband. 

 

>> MEIRA
Slaufur

Róbert Haraldsson stýrir stelpunum í Pepsi-deildinni ađ ári

Róbert Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá meistaraflokki kvenna í Grindavík. Hann tekur við liðinu af Guðmundi Vali Sigurðssyni. Nihad Hasecic hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari en hann mun starfa með Róberti. Grindavík komst upp í Pepsi-deildina í haust en liðið endaði í 2. sæti í 1. deildinni.

>> MEIRA
Róbert Haraldsson stýrir stelpunum í Pepsi-deildinni ađ ári

Skrifađ undir samninga í Gula húsinu

Knattspyrnudeild Grindavíkur skrifaði á laugardaginn undir samninga við þá Andra Rúnar Bjarnason, Magnús Björgvinsson og Matthías Örn Friðriksson, samningarnir eru til eins árs eða út leiktíðina 2017.

Andri Rúnar skiptir til Grindavíkur frá Víkingi R. og þeir Magnús og Matthías framlengja samninga sína um eitt ár. Í vikunni framlengdi svo leikmaðurinn Will Daniels samning sinn við Grindavík til tveggja ára.

 

>> MEIRA
Skrifađ undir samninga í Gula húsinu

Brynjar Ásgeir Guđmundsson međ Grindavík í Pepsí-deildinni í sumar

Grindvíkingar gengu í morgun frá samningum við nýjan leikmann þegar Brynjar Ásgeir Guðmundsson stakk niður penna í Gula húsinu. Brynjar sem er 24 ára og kemur frá FH getur leikið í flestum stöðum í vörn og miðju á og á að baki fjölmarga leiki með yngri landsliðum Íslands.

Við bjóðum Brynjar velkominn til Grindavíkur 

>> MEIRA
Brynjar Ásgeir Guđmundsson međ Grindavík í Pepsí-deildinni í sumar

Herrakvöld körfunnar nálgast

Nýjustu fréttir af herrakvöldi körfunnar sem verður haldið næstkomandi laugardag má lesa hér að neðan. UMFG.is tekur enga ábyrgð á þessum orðaflaumi sem hér birtist:

>> MEIRA
Herrakvöld körfunnar nálgast

Jósef ekki međ Grindavík í Pepsi-deildinni - ađ öllum líkindum á leiđ í Stjörnuna

Grindavík hefur orðið fyrir blóðtöku fyrir komandi knattspyrnusumar en fyrirliði liðsins, Jósef Kristinn Jósefsson, hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við liðið. Jósef hefur verið einn af betri leikmönnum liðsins undanfarin ár og á 186 leiki að baki með Grindavík. Samkvæmt heimildum fótbolta.net mun hann leika með Stjörnunni á komandi sumri.

Við hjá Grindavik.is þökkum Jobba kærlega fyrir hans framlag til grindvískrar knattspyrnu og óskum honum velfarnaðar hjá nýju liði.

>> MEIRA
Jósef ekki međ Grindavík í Pepsi-deildinni - ađ öllum líkindum á leiđ í Stjörnuna

Ásgeir Ingólfsson ekki međ Grindavík í Pepsi-deildinni

Knattspyrnudeild UMFG hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við Ásgeir Þór Ingólfsson sem leikið hefur með liðinu undanfarin tvö ár. Ásgeir, sem fæddur er árið 1990. kom til Grindavíkur frá Haukum og lék 36 leiki fyrir liðið og skoraði 2 mörk. 

>> MEIRA
Ásgeir Ingólfsson ekki međ Grindavík í Pepsi-deildinni

Óli Stefán og Jankó áfram međ Grindavík

Þær fréttir bárust í gær frá knattspyrnudeild UMFG að þeir Óli Stefán Flóventsson og Milan Stefán Jankovic muni halda áfram sem þjálfarar Grindavíkur og þjálfa liðið saman í Pepsi-deildinni að ári. Þeir félagar stýrðu liðinu upp úr Inkasso-deildinni í sumar og var eftir því tekið hvað liðið spilaði skemmtilegan bolta en Grindavík skoraði liða mest í deildinni í sumar, 50 mörk í 22 leikjum. 

>> MEIRA
Óli Stefán og Jankó áfram međ Grindavík

Juan Manuel Ortiz međ Grindavík í Pepsi-deildinni ađ ári

Spænski framherjinn Juan Manuel Ortiz skrifað að dögunum undir nýjan samning við Grindavík og verður með því með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar. Ortiz er þrítugur að aldri og skoraði fimm mörk í sautján leikjum í Inkasso-deildinni í sumar.

>> MEIRA
Juan Manuel Ortiz međ Grindavík í Pepsi-deildinni ađ ári

Daníel Leó á skotskónum međ U-21 landsliđinu

Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson skoraði fyrra mark Íslands í 2-4 tapi gegn Ungverjum í gær. Daníel kom Íslandi í 1-0 á 22. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Ísland varð að vinna leikinn til að tryggja sig á Evrópumótið meðan að Úkraínumenn höfðu að engu að keppa. Þrátt fyrir að sækja nánast án afláts í fyrri hálfleik urðu mörkin hjá Íslandi ekki fleiri og að lokum tapaði Ísland leiknum 2-4.

>> MEIRA
Daníel Leó á skotskónum međ U-21 landsliđinu

Óli og Alex ţjálfari og leikmađur ársins

Lokahóf Inkasso-deildarinnar var haldið síðastliðið föstudagskvöld og voru Grindvíkingar áberandi bestir þar. Fyrirliðar og þjálfarar í deildinni kusu í lið ársins, þjálfara ársins og besta leikmann deildarinnar. Í lið ársins voru þeir Jósef Kristinn Jósesson og Alexander Veigar Þórarinsson valdir í byrjunarliðið og Björn Berg Bryde og Gunnar Þorsteinsson á bekkinn. Þá var Alexander valinn besti leikmaður ársins og Óli Stefán þjálfari ársins.

>> MEIRA
Óli og Alex ţjálfari og leikmađur ársins

Alexander og Linda valin best á lokahófi knattspyrnudeildarinnar

Lokahófið knattspyrnudeildar UMFG fór fram í með glæsibrag þann 24. september í íþróttahúsinu okkar og voru gestir á fjórða hundruð. Bjarni Óla eða Bíbbinn töfraði fram hlaðborð kvöldsins. Selma Björns og Regína Ósk trylltu lýðinn, Hjalli og Bjarki stóðu sig vel sem veislustjórar og að lokum spilaði hljómsveitin Brimnes undir dansi í rúma 3 tíma án þess að taka sér hlé.

>> MEIRA
Alexander og Linda valin best á lokahófi knattspyrnudeildarinnar

Kristijan Jajalo og William Daniels áfram međ Grindavík

Grindvíkingar eru þegar farnir að huga að leikmannamálum fyrir Pepsi-deildina á næsta ári. Tveir erlendir leikmenn hafa framlengt samninga sína við liðið, en það eru Kristijan Jajalo markvörður og sóknarmaðurinn William Daniels. Báðir skrifuðu þeir undir tveggja ára samninga við liðið.

>> MEIRA
Kristijan Jajalo og William Daniels áfram međ Grindavík

Úrslitaleikur 1. deildar kvenna á Grindavíkurvelli á morgun, ţriđjudag

Leikið verður til úrslita í 1. deild kvenna í knattspyrnu á Grindavíkurvelli á morgun, þriðjudaginn 27. september, klukkan 16:00. Grindavík mætir þar liði Hauka en bæði liðin hafa þegar tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni að ári. 

Tilvalið að skella sér á völlinn strax eftir vinnu og hvetja stelpurnar áfram til sigurs.

Áfram Grindavík!

>> MEIRA
Úrslitaleikur 1. deildar kvenna á Grindavíkurvelli á morgun, ţriđjudag

Sćti í Pepsi-deildinni í húfi á Grindavíkurvelli í dag

Grindavík mætir ÍR á heimavelli kl. 16:00 í dag, föstudag, í úrslitakeppni 1. deildar kvenna. Grindavík er í sannkölluðu dauðafæri til að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni að ári en stelpurnar unnu fyrri leikinn, 0-2. Það verður frítt inn á völlinn og gera stelpurnar ráð fyrir að sjá sem flesta á vellinum til að styðja þær til sigurs. 

Áfram Grindavík!

>> MEIRA
Sćti í Pepsi-deildinni í húfi á Grindavíkurvelli í dag

Stangarskotiđ á netiđ

Stangarskotið, fréttablað knattspyrnudeildar UMFG, er komið út í annað sinn á þessu ári. Í þessu töluðublaði er sumarið gert upp fyrir alla flokka, frá leikskólabörnum til meistaraflokks beggja kynja. Blaðið var borði út í öll hús í bænum en nú er einnig hægt að sækja rafrænt eintak með því að smella hér.

>> MEIRA
Stangarskotiđ á netiđ

Ćfingatöflur yngri flokka knattspyrnudeildar

Æfingatöflur yngri flokka í knattspyrnu hjá UMFG eru klárar en þær má sjá í heild sinni hér að neðan. Æfingar byrja á morgun, miðvikudaginn 21. september, hjá öllum flokkum nema 8. og 6. flokki kvenna en þær byrja í næstu viku.

>> MEIRA
Ćfingatöflur yngri flokka knattspyrnudeildar

Fyrsta sćtiđ gekk Grindvíkingum úr greipum á Akureyri

KA-menn tryggðu sér endanlega 1. sætið í Inkasso-deildinni þetta tímabilið þegar þeir sigruðu okkar menn á Akureyri á laugardaginn, 2-1. Grindavík komst yfir í leiknum með marki frá Andra Rúnari Bjarnasyni en KA settu tvö mörk á 4 mínútum um miðjan seinni hálfleik. Seinna markið kom úr víti og þótti sá dómur í meira lagi vafasamur.

>> MEIRA
Fyrsta sćtiđ gekk Grindvíkingum úr greipum á Akureyri

Lokahóf 3. og 4. flokks

Lokahóf 3. og 4. flokks kvenna og karla fór fram í Gjánni í gær. Góð mæting var meðal iðkenda og foreldrar voru einnig fjölmennir. Sérstakur gestur á lokahófinu var Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður sem hélt smá fyrirlestur fyrir krakkana. Hann minnti þá á að auka æfingin gerir mann miklu betri en umfram allt voru skilaboðin: „Brosið, verið glöð og hafið gaman af því sem þið eruð að gera.“

>> MEIRA
Lokahóf 3. og 4. flokks

Lokahóf knattspyrnudeildarinnar 2016 - Sigurhátíđ

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG verður haldið laugardaginn 24. september í íþróttahúsinu. Húsið opnar klukkan 19:00. Bíbbinn töfrar fram hlaðborð. Selma Björnsdóttir og Regína Ósk með skemmtiatriði. Veislustjórar: Hjálmar Hallgrímsson og Bjarki Guðmundsson.

>> MEIRA
Lokahóf knattspyrnudeildarinnar 2016 - Sigurhátíđ

Uppskeruhátíđ 3. og 4. flokks

Uppskeruhátíð 4. flokks og 3. flokks karla og kvenna í knattspyrnu verður haldin á fimmtudaginn 15. september kl. 17:00 í Gjánni. 

>> MEIRA
Uppskeruhátíđ 3. og 4. flokks

Stelpurnar fćrast nćr Pepsi-deildinni

Stelpurnar eru komnar með annan fótinn í úrslitaleik 1. deildar kvenna eftir góðan sigur á útivelli gegn ÍR í gær, 0-2. Sashana Carolyn Campbell Mark og Marjani Hing-Glover skoruðu mörk Grindavíkur undir lok leiksins. Seinni leikur liðanna fer fram í Grindavík föstudaginn 23. september. Bæði liðin sem leika til úrslita í deildinni munu leika í Pepsi-deildinni að ári.

>> MEIRA
Stelpurnar fćrast nćr Pepsi-deildinni

Tap á Akureyri í 7 marka leik

Grindavík missti af þremur dýrmætum stigum í baráttunni um fyrsta sætið í Inkasso-deildinni í gær þegar liðið tapaði fyrir Þór á Akureyri í miklum markaleik, 4-3. Á sama tíma vann KA sinn leik gegn Fjarðabyggð og munar því 4 stigum á liðunum þegar 2 umferðir eru eftir, en þessi lið mætast einmitt í lokaumferðinni. Alexander Veigar Þórarinsson skoraði öll þrjú mörk Grindavíkur í leiknum og er markahæstur í deildinni með 14 mörk.

>> MEIRA
Tap á Akureyri í 7 marka leik

Stelpurnar komnar í 4-liđa úrslit

Stelpurnar okkar eru komnar í 4-liða úrslit 1. deildar kvenna eftir öruggan 4-0 sigur á Víkingi frá Ólafsvík í gær, og 8-0 samanlagt. Grindavík mætir liði ÍR í næstu umferð og fer fyrri leikurinn fram á Hertz vellinum á laugardaginn og seinni leikurinn hér í Grindavík þann 23. september. 

>> MEIRA
Stelpurnar komnar í 4-liđa úrslit

Grindavík - Víkingur Ó kl. 17:15 - frítt inn

Grindavík tekur á móti liði Víkings frá Ólafsvík í úrslitakeppni 1. deildar kvenna núna í dag kl. 17:15. Grindavík vann fyrri leikinn 0-4 og er því í lykilstöðu til að tryggja sér sæti í 4-liða úrslitum. Það er frítt inn á leikinn og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna og styðja við bakið á stelpunum okkar.

Áfram Grindavík!

>> MEIRA
Grindavík - Víkingur Ó kl. 17:15 - frítt inn

Uppskeruhátíđ yngri flokka knattspyrnudeildar

Uppskeruhátíð yngri flokka, 5., 6., 7. og 8. flokks karla og kvenna verður haldin miðvikudaginn 7. september kl. 16:00-17:00 í Hópinu. 

>> MEIRA
Uppskeruhátíđ yngri flokka knattspyrnudeildar

Ćfingagjöld UMFG 2016-2017

Er barnið þitt skráð í þær íþróttir sem það ætlar að stunda í vetur? Til þess að sjá hvort að barnið þitt sé nú þegar skráð í þær íþróttir sem það stundaði þá ferðu inn skráningasíðuna hér. Þú skráir þig inn og velur þá barnið sem á að skrá, ef barnið er nú þegar skráð í þær íþróttir sem það ætlar að stunda í vetur þá þarf ekki að skrá aftur.

>> MEIRA
Ćfingagjöld UMFG 2016-2017

Dröfn Einarsdóttir valin í U19 landsliđiđ fyrir undankeppni EM

Fyrir helgi var tilkynnti KSÍ hvaða leikmenn voru valdir í landslið U19 kvenna sem leikur í undankeppni fyrir Evrópumeistaramótið en leikið verður í riðlakeppni sem fram fer í Finnlandi 15. - 20. september næstkomandi. Fulltrúi Grindavíkur í hópnum er hin efnilega Dröfn Einarsdóttir en Dröfn hefur verið í lykilhlutverki hjá meistaraflokki kvenna undanfarin tvö sumur þrátt fyrir ungan aldur.

>> MEIRA
Dröfn Einarsdóttir valin í U19 landsliđiđ fyrir undankeppni EM

Stelpurnar í góđri stöđu - unnu Víking 0-4

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna gerðu góða ferð vestur á Snæfellsnes á laugardaginn þar sem þær unnu lið Víkings í Ólafsvík, 0-4. Leikurinn var fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum 1. deildar kvenna þar sem leikið er um sæti í úrvalsdeild að ári. Seinni leikurinn verður hér í Grindavík á miðvikudaginn kl. 17:15. Markaskorarar Grindavíkur voru þær Marjani Hing-Glover sem setti tvö og þær Pete og Rakel Lind skoruðu sitt markið hvor.

>> MEIRA
Stelpurnar í góđri stöđu - unnu Víking 0-4

Grindavíkur leikur í Pepsi-deildinni 2017!

Það er nú ekki oft sem við splæsum í upphrópunarmerki í fyrirsögnum hér á síðunni en nú er fullt tilefni til því að Grindavíkur hefur tryggt sér sæti í Pepsi-deild karla á næsta tímabili! Með 1-0 sigri á Fjarðabyggð á laugardaginn er ljóst að liðið getur ekki endað neðar en í 2. sæti. Nú er ekkert eftir nema að vinna deildina, en Grindavík mætir toppliði KA í lokaumferðinni á Akureyri þann 17. september. 

>> MEIRA
Grindavíkur leikur í Pepsi-deildinni 2017!

Grindavík í dauđafćri - Ókeypis á völlinn gegn Fjarđabyggđ á laugardaginn

Grindavíkurpiltar taka á móti Fjarðabyggð í Inkassodeild karla í knattspyrnu á laugardaginn kl. 14:00 á Grindavíkurvelli. Ókeypis aðgangur er á völlinn. Eins og fram kemur í auglýsingu knattspyrnudeildar UMFG segir að  „við erum í dauðafæri að tryggja okkur sæti í Pepsideildinni. En við þurfum ykkar stuðning til að leggja harðskeytta Austfirðinga að velli sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.Fjölmennum á Grindavíkurvöll og styðjum við bakið á strákunum okkar sem hafa staðið sig frábærlega vel í sumar undir stjórn Óla Stefáns Flóventssonar. ÁFRAM GRINDAVÍK!"

 

>> MEIRA
Grindavík í dauđafćri - Ókeypis á völlinn gegn Fjarđabyggđ á laugardaginn

Stelpurnar rúlluđu riđlinum sínum upp

Grindavíkurkonur léku sinn síðasta leik í B-riðli 1. deildar í gær þegar þær lögðu lið Augnabliks að velli hér í Grindavík, 3-0. Mörkin skoruðu þær Majani Hing-Glover, Linda Eshun og Sashana "Pete" Campell. Grindavík endaði á toppi riðilsins með 37 stig, 9 stigum á undan næsta liði, með markatöluna 46-4. Nú tekur við úrslitakeppni um laust sæti í efstu deild þar sem Grindavík mætir liði Víkings frá Ólafsvík í 1. umferð, en leikið er heima og að heiman. Fyrri leikurinn er útileikur þann 3. september.

>> MEIRA
Stelpurnar rúlluđu riđlinum sínum upp

Jafntefli á Selfossi í gćr

Grindvíkingar sóttu aðeins 1 stig á Selfoss í gær í miklum baráttuleik sem lauk með 1-1 jafntefli. Leikurinn var markalaus fram á 72. mínútu þegar Alexander kom okkar mönnum yfir en Selfyssingar jöfnuðu leikinn úr vítaspyrnu á 86. mínútu. Grindvíkingar sitja þó enn á toppi deildarinnar þar sem KA menn léku ekki í gær. Þegar 4 umferðir eru eftir af deildinni eru Grindvíkingar með 38 stig á toppnum, 9 stigum á undan Keflavík sem sitja í þriðja sæti. Pepsi-deildin er því sannarlega innan seilingar. 

>> MEIRA
Jafntefli á Selfossi í gćr

Grindavík heimsćkir Selfoss á eftir

Grindvíkingar freista þess að sækja 3 stig á Selfoss í kvöld í Inkasso-deildinni og komast þannig einu skrefi nær sæti í Pepsi-deildinni að ári. Grindavík er í efsta sæti deildarinnar með 37 stig en KA er aðeins einu stigi á eftir. Fyrri leik þessara liða lauk með 1-1 jafntefli þar sem gestirnir frá Selfossi jöfnuðu í uppbótartíma. Grindavík hefur ekki tapað leik síðan 12. júní og ætla ekki að breyta því í kvöld. Við hvetjum Grindvíkinga til að renna eftir Suðurstrandarveginum góða og styðja strákana til sigurs. Leikurinn hefst kl. 18:00

>> MEIRA
Grindavík heimsćkir Selfoss á eftir

Daníel Leó í U21 landsliđinu

Grindvíkingur Daníel Leó Grétarsson, sem leikur með liði Álasunds í norsku úrvalsdeildinni, hefur verið valinn í U21 landslið Íslands sem leikur tvo leiki í undankeppni EM í september. Fyrri leikurinn er gegn Norður Írum þann 2. september og sá seinni gegn Frökkum þann 6. september. Daníel á 4 leiki að baki með U21 liðinu og 10 leiki með U19

>> MEIRA
Daníel Leó í U21 landsliđinu

Grindvíkingar enn taplausir á heimavelli - Pepsideildin innan seilingar

Grindvíkingar lönduðu enn einum heimasigrinum í Inkasso-deildinni um helgina þegar þeir lögðu HK, 4-0. Úrslitin gefa kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum sem einkenndist af mikilli baráttu en okkar menn settu þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum og lokuðu leiknum með glæsibrag. Grindavík er því áfram efst í deildinni með 37 stig, einu stigi á undan KA mönnum en 11 stigum á undan Keflavík sem situr í 3. sætinu. 

>> MEIRA
Grindvíkingar enn taplausir á heimavelli - Pepsideildin innan seilingar

Grindavíkurkonur tryggđu sér efsta sćtiđ í B-riđli

Grindavíkurkonur gerðu góð ferð í Mosfellsbæ í gær þar sem þær lögðu heimakonur í Aftureldingu, 1-4. Lauren Brennan skoraði tvö mörk fyrir Grindavík og þær Anna Þórun Guðmundsdóttir og Linda Eshun skoruðu sitt markið hvor. Þessa úrslit þýða að Grindavík hefur tryggt sér efsta sætið í B-riðli þegar ein umferð er eftir, en þær mæta liði Augnabliks í lokaumferðinni föstudaginn 26. ágúst.

>> MEIRA
Grindavíkurkonur tryggđu sér efsta sćtiđ í B-riđli

Grindavík á toppi Inkasso-deildarinnar

Grindavík tyllti sér á topp Inkasso-deildarinnar með góðum útisigri á Leikni í gær, 0-3. Á sama tíma gerðu KA og Keflavík jafntefli og er Grindavík því komið á topp deildarinnar, einu stigi á undan KA og 8 stigum á undan Keflavík, þegar 6 leikir eru eftir.  

>> MEIRA
Grindavík á toppi Inkasso-deildarinnar

Lokahátíđ knattspyrnuskólans á föstudaginn

Lokahátíð knattspyrnuskóla UMFG og Lýsis verður föstudaginn 19.ágúst klukkan 11:00
Allir krakkar sem hafa mætt í knattspyrnuskólann í sumar eru velkomnir - mæta bara hressir og kátir

Dagskrá: Sambabolti - vítakeppni - pizzuveisla og margt fleira

>> MEIRA
Lokahátíđ knattspyrnuskólans á föstudaginn

Grindavík sigrađi toppslaginn - 6 stiga forskot á Keflavík

Grindavík lagði granna sína frá Keflavík í toppslag Inkasso-deildarinnar í gær en fyrir leikinn munaði aðeins 3 stigum á liðunum sem sátu í 2. og 3. sæti. Mjög góð mæting var á Grindavíkurvöll og hefur stúkan ekki verið jafn þétt setin lengi. Fyrri hálfleikur var fremur bragðdaufur þar sem Keflvíkingar voru öllu hættulegri í sínum aðgerðum. Þeir vildu fá víti snemma í leiknum en dómari leiksins, Guðmundur Ársæll Guðmundsson, var ekki sammála. Markalaust í hálfleik og Grindvíkingar sennilega bara nokkuð sáttir.

>> MEIRA
Grindavík sigrađi toppslaginn - 6 stiga forskot á Keflavík

Stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld, ákall frá Stinningskalda

Það verður risastór grannaslagur á Grindavíkurvelli í kvöld þegar nágrannar okkar í Keflavík koma í heimsókn. Leikurinn er nánast upp á líf og dauða fyrir bæði lið, en Grindavík er 1 stigi frá toppnum í öðru sæti og Keflavík kemur svo strax á hæla okkar með þremur stigum minna.  Leikurinn er því afar mikilvægur fyrir okkar menn og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna á völlinn en leikurinn hefst kl. 19:15. 

>> MEIRA
Stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld, ákall frá Stinningskalda

Stelpurnar tryggđu sig í úrslitakeppnina

Grindavíkurkonur unnu góðan sigur á Fjölni í gær, 0-2 á útivelli, þar sem Linda Eshun skoraði bæði mörkin. Þetta var 10 sigur liðsins í sumar og hafa þær nú tryggt sig inn í úrslitakeppnina um sæti í Pepsi-deildinni að ári. Frábært sumar hjá stelpunum en þær hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í 12 leikjum en skorað 39. Vonandi ná þær að fylgja þessum góða árangri eftir í næstu leikjum og tryggja sæti í deild þeirra bestu á ný.

>> MEIRA
Stelpurnar tryggđu sig í úrslitakeppnina

Gunnar Ţorsteinsson besti leikmađur 14. umferđar

Grindvíkingar hafa verið á mikilli siglingu í Inkasso-deildinni undanfarnar vikur og eru nú í 2. sæti deildarinnar, 1 stigi á eftir toppliði KA þegar deildin er rúmlega hálfnuð. Grindavík vann góðan sigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði í síðustu umferð, 1-4 á útivelli og var Grindvíkingurinn Gunnar Þorsteinsson valinn besti leikmaður umferðinnar fyrir frammistöðu sína í leiknum. Gunnar er þriðji leikmaður Grindavíkur sem hlýtur þessa nafnbót en Jósef Kristinn Jósefsson var valinn bestur í þriðju umferð og Alexander Veigar Þórarinsson í þeirri 9.

>> MEIRA
Gunnar Ţorsteinsson besti leikmađur 14. umferđar

Jafntefli í toppslagnum

Grindavík og Augnablik mættust í toppslag B-riðils 1. deildar kvenna í Fagralundi í Kópavogi í gær. Tvö mörk litu dagsins ljós snemma í leiknum, Grindavík komst yfir með marki frá Lauren Brennan á 19. mínútu en heimastúlkur jöfnuðu á 35. mínútu. Þar við sat og lokaniðurstaðan því jafntefli og Grindavík áfram á toppnum. Grindavík er nú með 16 stig í efsta sæti eftir 7 leiki en Augnablik með 14 stig í 2. sætinu.  

>> MEIRA
Jafntefli í toppslagnum

Alexander bjargađi stigi á Eskifirđi

Grindavík heimsótti Eskifjörð í Inkasso-deildinni á laugardaginn þar sem heimamenn í Fjarðabyggð tóku á móti okkar mönnum. Hlutskipti liðanna í deildinni framan af sumri hafa verið nokkuð ólík, Grindavík í toppbaráttunni en Fjarðabyggð við botninn með einn sigur í sarpinum. Það hefur þó örlítið fjarað undan góðri byrjun Grindvíkinga og liðið ekki landað sigri í mánuð, eða síðan liðið lagði Leikni frá Reykjavík, 4-0 þann 2. júní.

>> MEIRA
Alexander bjargađi stigi á Eskifirđi

Grindavíkurkonur einar á toppnum

Grindavík vann góðan 3-0 sigur á Aftureldingu hér á Grindavíkurvelli á föstudaginn, en Marjani Hing-Glover skoraði þrennu og öll mörk Grindavíkur. Marjani tvöfaldaði þar með markafjölda sinn í deildinni og er næst markahæst með 6 mörk. Eftir þennan sigur sitja Grindavíkurkonur einar á toppi B-riðils 1. deildar með 15 stig eftir 6 leiki, og 18 mörk í plús. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Augnabliki á miðvikudaginn, en Augnablik er einmitt í 2. sæti riðilsins með 13 stig.

>> MEIRA
Grindavíkurkonur einar á toppnum

Selfyssingar stálu stigi á lokametrunum

Grindavík tók á móti Selfossi í Inkasso-deildinni á föstudaginn, þar sem lokatölur urðu 1-1. Juan Manuel Ortiz Jimenez kom okkar mönnum yfir snemma í leiknum og allt leit út fyrir að Grindavík myndi fara með sigur af hólmi þar til í blálokin, en gestirnir jöfnuðu leikinn á 93. mínútu og jafntefli staðreynd. Grindavík er því áfram í 3. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 7 leiki. Næsti leikur er útileikur gegn Fjarðabyggð á Eskifirði næstkomandi laugardag.

>> MEIRA
Selfyssingar stálu stigi á lokametrunum

Stelpurnar enn á toppnum

Grindavíkurkonur unnu góðan 2-0 sigur á Fjölni núna á laugardaginn, og sitja því enn á toppi B-riðils 1. deildar kvenna, ásamt Augnabliki. Það voru þær Linda Eshun og Lauren Brennan sem skoruðu mörk Grindavíkur í seinni hálfleik. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Aftureldingu á föstudagskvöldið kl. 20:00.

>> MEIRA
Stelpurnar enn á toppnum

Bikardraumurinn úti hjá stelpunum

Bikarævintýri Grindavíkur hlaut fremur snautlegan endi um helgina þegar stelpurnar steinlágu gegn úrvalsdeildarliði Þórs/KA á Akureyri, 6-0. Þetta var fyrsta tapið hjá liðinu í sumar en þær sitja í efsta sæti B-riðils 1. deildar og muna því væntanlega setja allan kraft í deildina í framhaldinu. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Fjölni á laugardaginn.

>> MEIRA
Bikardraumurinn úti hjá stelpunum

HK skellti toppliđi Grindavíkur

Grindvíkingar sóttu ekki gull í greipar HK í Kórnum í gær og hafa því gefið toppsætið í Inkasso-deildinni eftir í bili. Fyrir leikinn voru HK menn sigurlausir í deildinni en tókst með mikilli baráttu að riðla leik Grindavíkur og höfðu að lokum sinn fyrsta sigur í sumar, 2-1. Góðu fréttirnar fyrir Grindavík eru þó þær að það er nóg eftir af sumrinu og aðeins munar 1 stigi á Grindavík og tveimur efstu liðunum.

>> MEIRA
HK skellti toppliđi Grindavíkur

Stelpurnar áfram á toppnum eftir sigur á Álftanesi

Stelpurnar spiluðu við lið Álftaness í gær og sigruðu 2-0. Voru Grindvíkingar miklu betri aðilinn og stjórnuðum leiknum frá byrjun. Heimastúlkur pökkuðu í vörn og því erfitt að sækja á pakkann. Fyrra markið var sjálfsmark og það seinna skoraði Lauren Brennan. Grindavík er því áfram í toppsæti B-riðils 1. deildar, en þrjú lið eru með 9 stig eftir 4 leiki.

Næsti leikur hjá stelpunum er í Borgunarbikarnum í 16 liða úrslitum á Akureryi á móti Þór/KA laugardaginn 11. júní klukkan 16:30.

>> MEIRA
Stelpurnar áfram á toppnum eftir sigur á Álftanesi

Strákarnir úr leik í bikarnum

Grindavík er úr leik í Borgunarbikar karla en strákarnir tóku á móti Fylki í gær í leik sem tapaðist 0-2. Grindvíkingar voru síst lakari aðilinn í leiknum og áttu til að mynda tvö stangarskot en inn vildi boltinn ekki og því fór sem fór. Strákarnir geta því sett allan sinn kraft og einbeitingu í Inkasso-deilina þar sem þeir hafa farið mjög vel af stað og sitja í efsta sæti með 12 stig eftir 5 leiki. Næsti leikur í deildinni er útileikur gegn HK á sunndaginn kl. 14:00.

>> MEIRA
Strákarnir úr leik í bikarnum

Bikarslagur á Grindavíkurvelli í kvöld - Fylkir í heimsókn

Það verður sannkallaður bikarslagur á Grindavíkurvelli kl. 19:15 í kvöld en þá koma Fylkismenn í heimsókn í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Grindvíkingar hafa verið á miklu flugi í upphafi sumars og sitja í efsta sæti Inkasso-deildarinnar meðan hvorki gengur né rekur hjá Fylkismönnum sem sitja á botni Pepsi-deildarinnar, sigurlausir.

>> MEIRA
Bikarslagur á Grindavíkurvelli í kvöld - Fylkir í heimsókn

Vinningshafar í happadrćtti meistaraflokks kvenna

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu stóð fyrir happadrætti á Sjóaranum síkáta með glæsilegum vinningum. Vinningshafar voru eftirfarandi og óskum við þeim til hamingju og þökkum um leið styrktaraðilum fyrir veittan stuðning. 
Vinningar verða afhentir vinningshöfum heim að dyrum 

>> MEIRA
Vinningshafar í happadrćtti meistaraflokks kvenna

Grindvíkingar tylltu sér á toppinn í báđum deildum

Það var mikill fótboltadagur hjá Grindavík í gær en meistaraflokkslið beggja kynja áttu leik í gær, og bæði lið unnu góða sigra og sitja nú í efsta sæti sinna deilda. Stelpurnar sóttu Hauka heim á Ásvelli en Haukar voru taplausir fyrir leikinn í gær, sem endaði 0-3, Grindvíkingum í hag. Strákarnir tóku á móti Leikni frá Reykjavík og unnu virkilega góðan 4-0 sigur á gestunum.

>> MEIRA
Grindvíkingar tylltu sér á toppinn í báđum deildum

Grindavík áfram í bikarnum eftir sigur á KA

Grindavík er komið áfram í Borgunarbikar karla eftir sigur á KA í jöfnum og spennandi leik sem lauk með 1-0 sigri okkar manna. Björn Berg Bryde skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks. Grindvíkingar eru því komnir í 16-liða úrslit bikarsins en urðu þó fyrir nokkrum skakkaföllum í leiknum þar sem þeir Andri Rúnar Bjarnason og Úlfar Hrafn Pálsson þurftu báðir að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla.

>> MEIRA
Grindavík áfram í bikarnum eftir sigur á KA

Stelpurnar örugglega áfram í bikarnum

Grindavík sótti Aftureldingu heim í Borgunarbikar kvenna á mánudagskvöldið. Það er skemmst frá því að segja að okkar konur fóru með öruggan 0-4 sigur af hólmi og eru því komnar í 16-liða úrslit en þar mæta þær úrvalsdeildarliði Þór/KA á Akureyri þann 11. júní.

>> MEIRA
Stelpurnar örugglega áfram í bikarnum

5 mörk og toppsćtiđ

Grindvíkingar tóku Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði í kennslustund á Grindavíkurvelli á laugardaginn en 5 mörk litu dagsins ljós áður en leikurinn var allur. Grindavíkur hefur því unnið 3 fyrstu leiki sumarsins og situr í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga. Vonandi gefur þetta góða start vísbendingu um það sem koma skal í sumar.

>> MEIRA
5 mörk og toppsćtiđ

GG opnuđu leiktímabiliđ međ sigri

Upprisa knattspyrnuliðsins GG fer vel af stað en liðið lék sinn fyrsta deildarleik í gær, gegn KB hér á Grindavíkurvelli. Skemmst er frá því að segja að GG unnu góðan sigur, 4-1, en báðir þjálfarar liðsins voru á meðal markaskorara. Í liði GG eru margir reynsluboltar úr fótboltanum, en þó enginn reynslumeiri en Gunnar Ingi Valgeirsson, sem lék sinn 395. deildarleik í gær. Það er því ljóst að met Mark Duffield er í hættu, en Mark lék alls 400 deildarleiki á sínum ferli.

>> MEIRA
GG opnuđu leiktímabiliđ međ sigri

Grindvíkingar komnir međ markvörđ og einn sóknarmann til

Grindvíkingar hafa verið með allar klær úti á leikmannamarkaðnum síðustu daga. Eins og við greindum frá á dögunum var markvörðurinn Anton Ari kallaður til baka úr láni af Valsmönnum en hinn ungi og efnilegi Hlynur Örn Hlöðversson er kominn til liðsins í láni frá Blikum til að leysa hann af hólmi. Þá er sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason einnig kominn til Grindavíkur en hann kemur á lánssamningi frá Víkingi R.

>> MEIRA
Grindvíkingar komnir međ markvörđ og einn sóknarmann til

Gróttukonur straujađar í opnunarleiknum

Grindavíkurkonur fengu heldur betur fljúgandi start í B-riðli 1. deildar kvenna  þegar þær tóku lið Gróttu í létta kennslustund á Grindavíkurvelli í gær. Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið gerðu sig líkleg til að skora en Grindvíkingar voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Sashana Pete Campbell skoraði á 28. mínútu. Brustu þá allar flóðgáttir við mark Gróttu og Grindavík skoraði 8 mörk í viðbót áður en flautað var til leiksloka. 

>> MEIRA
Gróttukonur straujađar í opnunarleiknum