Þjálfarar óskast hjá knattspyrnudeild Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur óskar eftir umsóknum frá áhugasömum einstaklingum sem hafa áhuga á því að þjálfa yngri flokka hjá félaginu á komandi starfsári.

Hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur er unnið metnaðarfullt starf í þjálfun barna og ungmenna og óskum við eftir því að fá til liðs við okkur áhugasama einstaklinga sem vilja taka þátt í knattspyrnustarfinu.

Starfssvið
– Umsjón með skipulagningu æfinga og leikja hjá viðkomandi flokki eða flokkum
– Umsjón með þátttöku í mótum viðkomandi flokks eða flokka
– Samskipti við leikmenn/foreldra
– Samskipti við foreldraráð viðkomandi flokka vegna skipulagningu móta og/eða keppnisferða
– Samstarf við aðra þjálfara félagsins
– Tryggja að áherslum knattspyrnudeildar Grindavíkur séu uppfylltar á æfingum, leikjum, mótum og félagslega

Menntunar- og hæfniskröfur
– Þjálfaramenntun er kostur
– Góðir samskiptahæfileikar
– Jákvæðni, drifkraftur og frumkvæði
– Áhugi á að takast á við nýjungar og margvísleg verkefni
– Almenn tölvufærni og hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli
– Hreint sakavottorð er skilyrði

Umsóknir berist til Ragnheiðar Þóru Ólafsdóttur formanns unglingaráðs Grindavíkur á netfangið umfg@centrum.is

Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst 2020. Nánari upplýsingar veitir Benóný Þórhallsson, yfirþjálfari í síma 771-2676.