Nú hefur verið ákveðið að Ungmennafélag Grindavíkur hækki æfingagjöld fyrir skólabörn fædd árið 2007-1997.
Ákveðið hefur verið að æfingagjaldið verði kr 22.500.- á barn fyrir allt árið 2013 og má barnið æfa eins margar íþróttir og það vill. Æfingagjöldin eru fyrir tímabilið janúar – desember ár hvert.
Fyrri hluti æfingagjaldanna ( 10.000.- kr ) hafa nú þegar verið settir inn í heimabanka hjá foreldrum og var eindagi á þeim 30.06.2013. Við minnum þá foreldra sem eiga eftir að greiða að hægt er að greiða inn á reikninginn með því að opna hann í heimabanka og millifæra upphæðina inn að vild.
Síðari hluti æfingagjaldanna fer því að berast inn á heimabanka foreldra að upphæð 12.500.- kr.
Ákveðið hefur verið að börn sem eru að byrja í 6 ára bekk í haust eigi að greiða 10.000.- kr út árið 2013 og verður það innheimt eins og venjulega með seðli á foreldra barnsins í heimabanka þeirra þegar líður á haustið.
Ungmennafélag Grindavíkur býður uppá:
· Fimleika
· Judo
· Knattspyrnu
· Körfuknattleik
· Sund
· Taekwondo
Ekki verða veittir neinir afslættir af æfingagjöldum þar sem þau eru mikið niðurgreidd.
Starfsmaður UMFG tekur við greiðslum á æfingagjöldum í húsi UMFG ( bláa útistofa við grunnskólann) mánudaga og fimmtudaga milli kl:14-18, einnig er hægt að leggja inn á reikning UMFG 0143-26-924 kt: 420284-0129. Hægt er að hafa samband við starfsmann á þessum dögum í síma 426-7775 á sama tíma og opið er og einnig hægt að semja um greiðslur og gera samning við starfsmann um greiðsludreifingu.