Í gær lauk þriðja og síðasta bikarmóti í bikarmótaröð TKÍ sem haldið var í íþróttahúsinu Sunnubraut í Reykjanesbæ. Iðkendur frá Taekwondo deild UMFG áttu góðu gengi að fagna en þeir skiluðu 11 verðlaunum í hús. Glæsilegur árangur hjá krökkunum, innilega til hamingju. Bestu þakkir fyrir frábært mót allir saman. Séstakar þakkir til hærri beltanna fyrir frábæra aðstoð á mótinu þ.e. sem dómarar, keppendur og fyrir að aðstoða yngri iðkendur. Þið eruð frábærar fyrirmyndir.
Árangur snillinganna okkar er eftirfarandi:
Úrslit í formum
Björn Lúkas Haraldsson- gull
Gísli Þráinn Þorsteinsson- gull
Ingólfur Hávarðarsson – silfur
Ylfa Rán Erlendsdóttir- silfur
Úrslit í bardaga:
Sigurbjörn Gabríel Jónsson- silfur
Ingólfur Hávarðarsson- silfur
Ylfa Rán Erlendsdóttir- silfur
Gísli Þráinn Þorsteinsson – silfur
Björn Lúkas Haraldsson – silfur
Flóvent Rigved Adhikari- brons
Bríet Anna Heiðarsdóttir- brons
nánari úrslit má finna á www. tki.is
*myndir teknar af Eygló Pétursdóttur