Sundnámskeið fyrir krakka á leikskólaaldri

SundSund

Sunddeild UMFG býður upp á fjögurra vikna námskeið fyrir börn á leikskólaaldri, fædd 2015. Hægt er að velja um tvö námskeið sem bæði eru kennd á þriðjudögum og fimmtudögum.

Námskeið 1: 16:10 – 16:50 á þriðjudögum og fimmtudögum
Námskeið 2: 16:50 – 17:30 á þriðjudögum og fimmtudögum

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 15. september og stendur til 8. október 2020.

Kennari er Tracy Vita Horne.

Skráning er hafin og fer fram hér.