Sunddeild óskar eftir sundþjálfara til starfa

Ungmennafélag GrindavíkurSund

Sunddeild UMFG leitar að barngóðum einstaklingi til að sinna starfi þjálfara hjá deildinni. Gerum kröfu um sjálfstæð vinnubrögð og reynslu af sundkennslu.

Einnig þarf viðkomandi að standast öryggispróf/sundpróf. Um hlutastarf er að ræða í samstarfi með öðrum þjálfara deildarinnar.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknir skal senda á umfgsunddeild@gmail.com