Sjávarréttahlaðborð sunddeildar UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurSund

Sjávarréttahlaðborð Sunddeildar UMFG verður haldið á Brúnni restaurant, föstudaginn 8. nóvember. Sunddeildin hefur fengið til liðs við sig meistarakokka Bláa lónsins sem ætla að töfra fram dýrindis sjávarrétti úr hafinu umhverfis Grindavík. 

Matseðill:

  • Blandað sushi
  • Graflax
  • Heitreykt bleikja
  • 2 Tegundir síld
  • Sjávarréttir í kókos
  • Ristaðar gellur
  • Steinbítur í humarsósu
  • Steinbítskinnar með lime og chili
  • Saltfiskur með möndlum og rækjum
  • Pönnusteiktur þorskhnakki

Veislustjóri: Kjartan Adolfsson.

Grindvísk tónlistaratriði:
Páll Jóhannesson og félagar
Tommi rafvirki og félagar
Dagbjartur Willards og Bjarni Kristinn
Jón Fanndal og Bjarni Kristinn

Miðasala fer fram á skrifstofu verkalýðsfélagsins, mánudag, þriðjudag, fimmtudag og föstudag frá 12:15-16:00
og kostar miðinn aðeins kr. 5000.-