Sunddeild UMFG mun standa fyrir glæsilegu sjávarréttahlaðborði á Brúnni þann 17. október næstkomand. Matseðillinn er með eindæmum glæsilegur en það eru meistarakokkar Bláa lónsins sem sjá um eldamennskuna. Miðaverð er 5.500 kr í forsölu en 6.000 kr. við dyrnar. Trúbadorinn Kaleb mun spila og syngja fyrir gesti.
