Selfossmeistaramót í sundi

Ungmennafélag GrindavíkurSund

Grindvíkingar mættu á Meistaramót Selfoss í sundi 27 mars. Það er óhætt að segja að okkar fólk hafi staðið sig vel .

 Grindvíkingar unnu flestar greinarnar og okkar yngri sundmenn stóðu sig vel og bættu sig verulega enda virkilega flottir krakkar þarna á ferð . Í 6 ára og yngri Keppu þeir Alexander Hrafnar  Benediktsson , Svanþór Rafn Róbertsson  og Jóhannes Pálson þessir strákar stóðu sig svakalega vel og voru til sóma . Í 7 til 8 ára kepptu Rebekka Rut , Viktor Örn Hjálmarsbörn ,Hjörtur Máni Tómasson , Ari Már Arnarson , Sindri Þór Guðríðarson , Æsa Steingrímsdóttir , Marín Hilmarsdóttir og  Dagbjört Ólafsdóttir , Þessir krakkar kepptu í Bringu skrið og flug fótatökum og bringusundi  að mínu mati voru þau virkilega flott og mig hlakkar til að vinna með þeim í framtíðinni . Í 10 ára og y Kepptu Elísabet María  Magnúsdóttir  , Jóhann Dagur Bjarnason ,Sveinn Eyfjörð Svanþórsson og Bragi  Snær Einarsson  Þau stóð sig rosalega vel og voru fyrst í flestum greinum . Í 10 til 12 ára Voru Jason Alexaner Hilmarson , Gunnlaugur Skúli Benediktsson , Eyrún Eyfjörð Svanþórsdóttir  .  Ég var virkilega ánægður með þau . Sundin þeirra voru mjög vel útfærð og tæknin góð .  Í elsta hópnum voru Agata Jóhannsdóttir , Jódís Erna Erlendsdóttir , Sunneva  Jóhannsdóttir , Erla Sif Arnardóttir ,Alexander Már Bjarnason , Brynjar Örn Bjakason , Elvar Eyfjörð og Hilmar Örn Benediktsson  . Þau stóðu sig bara Mjög  vel .
Verlaun voru veitt fyrir þátttöku fyrir alla tíu ára og yngri  og Gull , silvur og Brons fyrir 11 og eldri .
Flest verlaun lentu hjá okkur og í sumum greinum unnum við þrefallt .  Þetta sundmót var mjög skemmtilegt og sundmenn  settir í fyrsta sæti en ekki dómarar . Krakkarnir fengu að njóta sín og var engin hroki þarna í gangi eins og gerist því miður stundum á stóru mótunum í Reykjavík þar sem ungir krakkar eru oft dæmdir úr leik fyrir smotterí  sem breytir engu með tilliti til sundsins  í staðin fyrir að tala við vikomandi og benda honum á mistökin . Ég vil þakka Bryndísi Ólafs og hennar fólki fyrir skemmtilegt mót . Það fer  svolítið í taugarnar á mér þegar krakkar í 10 ára og yngri eru dæmdir eins og þeir séu á ÓL , það er að mínum mati skemmd á íþróttinni .
Kv
Magnús Már Jakobsson
Sundþjálfari UMFG