Reykjavík International

Ungmennafélag GrindavíkurSund

Um helgina eru elstu sundiðkendurnir að fara á sterkt alþjóðlegt mót í Reykjavík þar sem margir sterkir einstaklingar keppa.

Hilmar Örn Benediktsson einn af okkar efnilegustu íþróttamönnum keppir þarna við nokkra sterka bringusundmenn og verður gaman að sjá hvernig honum gengur en hann er með 7. besta tímann inní mótið.

Grindvíkingar eiga 3 aðra keppendur á mótinu en það eru Erla Sif Arnardóttir, Sunneva Jóhannsdóttir og Elvar Eyfjörð.

Keppendalistar eru hérna

Hérna verður hægt að sjá bein úrslit

og hérna eru allar upplýsingar um mótið