Krakkar úr sunddeildinni afhentu Garðari ágóðann af áheitasundinu

Ungmennafélag GrindavíkurSund

Fyrir hönd sunddeildar UMFG afhentu Brynjar Örn, Rósa Dís og Sindri, Garðari ágóðann af áheita sundmaraþoninu.

Ágóðinn af sundmaraþoninu sem þreytt var helgina 23.-25. september síðastliðinn rann óskiptur til Garðars Sigurðssonar. Alls voru syntir 262,5 km og gerðu krakkarnir og aðrir sem að því komu það með glöðu geði.

Vert er að minnast þess að krakkarnir eiga þessa hugmynd sjálf.

Sunddeildin sendir Garðari og fjölskyldu baráttukveðjur.