Gull og silfur í sundi og sigrar í knattspyrnu og körfu

Ungmennafélag GrindavíkurSund

Í dag var nokkuð góður árangur hjá okkar fólki á unglingalandsmótinu

Margrét Rut Reynisdóttir vann silfur og Alexander Már Bjarnason unnu silfur og gull í boðsundi hérna á Egilsstöðum og stelpurnar halda áfram að sigra í sínum leikjum og eru efsta sæti með grænu skvísunum í knattspyrnu og 3 leikir eftir.

Ingibjörg Sigurðardóttir spilar einnig með keflavík í körfubolta og er skemmst frá því að segja að þær hafa unnið alla leikina sem hún hefur spilað en hún komst ekki í leikinn á móti Tindastóli og töpuðu honum. þannig að hún er mjög mikilvægur hlekkur í liðinu.

 

annars er það að frétta hérna að veðrið hefur leikið við okkur 17-27 stiga hiti og hægviðri stöku skúrir til að kæla mann niður.bara eitt orð FRÁBÆRT veður.