Erla Sif á palli á Actavis International

Ungmennafélag GrindavíkurSund

Actavis International mót Sundfélags Hafnarfjarðar var haldið um helgina .

Á mótinu var keppt í opnum flokkum  sem þíðir að krakkarnir eru að keppa við fullorðna.

Keppt var í 50 m laug og er tímabilinu sem keppt er í 50 m laugum að ljúka.  Okkar fólki var að ganga mjög vel á mótinu.

Erla Sif Arnardóttir vann til silfurverðlauna í 200 m bringusundi og náði lágmörkum fyrir ÍM 50 m og AMÍ.

Hún komst einnig í úrslit í 100 m bringusundi.

Sunneva Jóhannsdóttir komst í úrslit í 50 m flugsundi.

Agata Jóhannsdóttir ásamt Elísabetu Maríu Magnúsdóttur komust í úrslit í 50 m bringusundi.

Gil Fernanders Resende og Alexander Már Bjarnason voru varamenn í úrslitum í 100 m bringusundi.

Á mótinu voru allir keppendur UMFG að standa sig með prýði.