Æfingagjöld UMFG 2012

Ungmennafélag GrindavíkurSund

Útskýringar vegna æfingagjalda UMFG 2012

Æfingagjöld UMFG eru 20.000.- kr á ári fyrir börn fædd 1996-2006 og má barnið æfa eins margar íþróttir og það vill.

Greiðslunum hefur verið skipt í tvo gjalddaga og er sent á kennitölur foreldra/forráðamanna. Hægt er að greiða inn á kröfuna með því að opna hana í heimabanka og breyta upphæðinni og greiða þá inn á hana.

Ekki verða veittir neinir afslættir af æfingagjöldum þar sem þau eru mikið niðurgreidd.

Ef þú telur að barnið ætli ekki að æfa íþróttir og krafan er í heimabankanum þá tekur gjaldkeri UMFG það að sér að fjarlægja hana og þá er gott að senda tölvupóst í póstfangið umfg@umfg.is eins ef að barnið byrjar aftur að æfa íþróttir þá er hægt að tilkynna það einnig í sama póstfang.

Starfsmaður UMFG tekur við greiðslum á æfingagjöldum í húsi UMFG ( bláa útistofa við grunnskólann) mánudaga og fimmtudaga milli kl:14-18, einnig er hægt að leggja inn á reikning UMFG 0143-26-924 kt:  420284-0129. Hægt er að hafa samband við starfsmann á þessum dögum í síma 426-7775 á sama tíma og opið er og einnig hægt að semja um greiðslur og gera samning við starfsmann um greiðsludreifingu.