Úrslitaleikur í A riðli í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík og Keflavík mætast í hreinum úrslitaleik A riðils Lengjubikarsins.

Bæði lið eru með 8 stig fyrir lokaumferðina sem fer fram klukkan 19:15 í kvöld í Grindavík.  

Með sigri kemst Grindavík í hið skemmtilega úrslitamót sem verður leikið um næstu helgi.  Fjögur lið taka þar þátt í undanúrslitum á laugardeginum og úrslitaleikurinn fer svo fram á sunnudeginum.

Grindavík og Keflavík mættust í fyrri umferðum Lengjubikarsins í Keflavík þar sem heimamenn sigruðu með 8 stigum.