Undanúrslit – leikurinn hefst klukkan 18:00

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Jæja þá er komið að næsta verkefni, undanúrslitin og það á móti Njarðvík.  Hin viðureiginin í 4 liða úrslitum byrjaði með stæl og endaði í framlengingu.  Það er vonandi að þessi viðureign verði jafn skemmtileg og að sjálfsögðu endi með sigri okkar manna.

Liðin hafa mæst þrisvar í vetur(tvisvar í deild og einu sinni í bikar) og hefur Grindavík sigraði í þeim leikjum.  Njarðvík sigraði Hauka 3-0 í átta liða úrslitum en Grindavík átti í smá basli við Þór og fóru í 4 leiki.  

Grindavík hefur ekki alveg sýnt sitt rétta andlit í úrslitunum, vissulega hafa einstakir leikmenn átt mjög góða leiki inn á milli en heilt yfir þá finnst manni að liðið eigi meira inni.  Nú er komið að sýna það og hvetjum við alla Grindvíkinga til að fjölmenna í íþróttahúsið og hjálpa strákunum að byrja einvígið með stæl.