Meistaraflokkur kvenna lék tvo leiki um helgina og tóku á móti sigurverðlaunum.
Fyrri leikurinn var í gær þegar þær tóku á móti Skallagrím sem þær unnu örugglega 71-24
Eftir leikinn tóku þær við bikar enda unnu þær deildina örugglega, 14 sigrar í 15 leikjum. Í dag tóku þær á móti KFÍ og var hann öllu jafnari en lokatölur urðu 60-51
Glæsilegur árangur hjá stelpunum og óskum við þeim til hamingju með árangurinn. Næst á dagskrá er tveggja leikja sería um sæti í Iceland Express deildinni. Mótherjar í seríunni verða annaðhvort KFÍ eða Stjarnan.