Arna Sif er 21 árs gömul og stóð sig vel í vetur. Hún leikur stöðu miðherja og er mjög öflugur liðsmaður sem skilur allt sitt eftir á vellinum.
Natalía Jenný er 19 ára bakvörður og mjög góða góða boltatækni. Hún var með 6 stig að meðaltali í Subway-deildinni í vetur. Við bindum miklar vonir við að Natalía haldi áfram að bæta sig og verði lykilmaður í liðinu til framtíðar.
Thea Ólafía er 19 ára framherji og átti frábæran endasprett með liðinu á þessari leiktíð. Hún var með 5 stig að meðaltali í leik og er einnig frábær skytta.
„Við erum gríðarlega stolt af því að endurnýja samninga við uppalda leikmenn sem eiga eftir að spila stórt hlutverk í liðinu á næstu árum. Allar þessar stelpur leggja sig 100% fram og eru frábærar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur félagsins,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.

