Þorleifur tekur fram skóna

KörfuboltiKörfubolti

Þorleifur Ólafsson hefur ákveðið að taka fram körfuboltaskóna að nýju og mun leika með Grindavík í Dominosdeildinni í körfuknattleik í vetur. Þorleifur er einn allra sigursælasti leikmaður í sögu Grindavíkur og hefur unnið alla helstu titla á Íslandi með liði Grindavíkur, auk þess að spila fyrir Íslands hönd sem landsliðsmaður.

Hann þurfti að leggja skónna á hilluna fyrir nokkrum árum vegna meiðsla og var aðstoðarþjálfari hjá Grindavík á síðustu leiktíð. Hann mun áfram vera aðstoðarþjálfari hjá Grindavík í vetur auk þess að leika með liðinu. Þorleifur hefur líklega aldrei verið í eins góðu líkamlegu ásigkomulagi og mun reynsla hans án efa hjálpa liðinu í vetur.

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur er í skýjunum með að endurheimta Þorleif á parketið og hlakka til að sjá á ferðinni á nýjan leik.