Tap í Seljahverfi

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tapaði sínum öðrum leik í röð í Iceland Express deild karla þegar þeir fengu skell gegn ÍR

Kevin Simms spilaði sinn fyrsta leik með okkar mönnum og var stigahæstur með 17 stig. Næstu menn voru Lalli með 14 og Ryan með 13 stig.

Ef rýnt er í tölfræðina má sjá að Grindavík var aðeins með 7 stoðsendingar á móti 24 heimamanna, 25 fráköst á móti 38 og svo auðvitað 69 stig gegn 92.

Það er skemmst frá því að segja að Grindavík sá aldrei til sólar í leiknum og ÍR vann leikinn örugglega með 23 stigum.

Grindavík er því fallið úr toppsætinu þar sem Snæfell vann í gær en næsti leikur er einmitt gegn Snæfelli heima þannig að strákarnir fá þar tækifæri til að gyrða sig í brók.

En fyrst er það undanúrslit í bikarnum.  Grindavík mætir Haukum í Hafnarfirði á sunnudaginn klukkan 19:15 þar sem allir eru hvattir til að mæta

 

Umfjöllun karfan.is af leiknum 

Viðtal við Helga Jónas eftir leikinn

Myndir frá leiknum og hér að ofan tók Tomasz Kolodziejski