Stórleikur í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík tekur á móti Stjörnunni í kvöld klukkan 19:15

Það má búast við stórskemmtilegum leik ef litið er á fyrri viðureignir þessara liða.  Stjarnan er á toppi deildarinnar ásamt Snæfell en Grindavík einu sæti neðar með 8 stig eftir 6 leiki.  Grindavík þarf því sigur ef við viljum halda okkur í toppbaráttunni.

Tveir af betri mönnum deildarinnar þeir Justin Shouse og Marvin Valdimarsson eru báðir með yfir 20 stig á meðaltali í leik.  Varnartröllið Sverrir Þór Sverrisson kann eflaust einhverjar leiðir til að hægja á þeim.

Grindvíkingar eru hvattir til að mæta og hvetja liðið til sigurs.