Stjörnuleikur KKÍ fer fram í Grafarvogi á morgun, laugardaginn 14.janúar, og hefst veislan klukkan 14:00
Grindavík á fjölmarga þáttakendur í leiknum og viðburðum tengdum honum. Í stjörnuleiknum sjálfum eru þrír frá Grindvík í byrjunarliði landsbyggðarinnar en það eru
Giordan Watson, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og J‘Nathan Bullock en aðrir í byrjunarliðinu eru Magnús Þór Gunnarsson frá Keflavík og Jón Ólafur Jónsson úr Snæfelli.
Þjálfari liðsins er Helgi Jónas og valdi hann Ólaf Ólafsson einnig í hópinn sinn.
Ólafur tekur að öllum líkindum þátt í troðslukeppninni sem fer fram klukkan 14:30 og svo hafa Giordan Watson og J‘Nathan Bulloc skráð sig í 3-stiga keppnina.
Þetta verður því fín skemmtun sem allir körfuboltaunnendur ættu ekki að missa af.