Stelpurnar okkar komnar í undanúrslit!

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík er komið í undanúrslit í úrslitakeppninni í 1. deild kvenna eftir að hafa lagt Stjörnuna af velli í tveimur leikjum, 2-0. Grindavík vann báða leikina örugglega en síðari leikurinn fór fram í kvöld sem lyktaði með 69-95 sigri Grindavíkur.

Jannon Otto átti stórleik hjá Grindavík í kvöld en hún skoraði 35 stig og tók 10 fráköst. Hekla Eik Nökkvadóttir kom næst með 15 stig og Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir var með 14 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar.

Grindavík mætir ÍR í undanúrslitum. Fyrsti leikur liðanna fer fram um næstu helgi á heimavelli ÍR. Við hvetjum stuðningsmenn og Grindvíkinga alla að mæta vel á komandi leiki hjá liðinu og styðja okkar stelpur í baráttunni við að komast aftur í deild þeirra bestu.

Áfram Grindavík!