Sjö ungir Grindvíkingar í æfingahópum yngri landsliða Íslands

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Framundan í desember eru æfingar yngri landsliða. Þjálfarar landsliða U15, U16 og U18 drengja og stúlkna hafa valið um 30 manna æfingahópa sína og boðað leikmenn til æfinga í desember. Um er að ræða fyrstu æfingahópa liðanna fyrir næsta sumar 2022 en þá er stefnt að þátttöku í mótum fyrir öll lið auk U20 liða karla og kvenna sem valin verða í vor.

U18 ára liðin stefna á að æfa fyrir jól og svo eru æfingar U15 og U16 liða milli jóla- og nýárs. Að venju verða leikmannahópar mældir af HR (t.d hæð, faðmur) og svo eru almennar snerpu-, kraft- og þolæfingar með líkt og undanfarin ár sem fara fram 27. desember. Verið er að skipuleggja æfingar liðanna. Hóparnir í heild sinni.

Sjö ungir Grindvíkingar eru í æfingahópunum að þessu sinni og eru eftirfarandi:

U15 stúlkna – Þjálfari Ólöf Helga Pálsdóttir Woods
Helga Rut Einarsdóttir
Hjörtfríður Óðinsdóttir
Ólöf María Bergvinsdóttir

U16 stúlkna – Þjálfari Hallgrímur Brynjólfsson
Elísabet Birgisdóttir
Sara Storm Hafþórsdóttir

U16 drengja – Þjálfari Ágúst S. Björgvinsson
Arnór Tristan Helgason

U18 stúlkna – Þjálfari Sævaldur Bjarnason
Hekla Eik Nökkvadóttir