Grindavík er eitt á toppi Iceland Express deildar karla, eftir öruggan 87-73 sigur á ÍR í Röstinni í gærkvöldi.
Njarðvík, Stjarnan og Snæfell geta reyndar tyllt sér við hlið okkar en þau leika í kvöld.
ÍR-ingar náðu að halda aðeins í við okkur í fyrri hálfleik og það munaði ekki nema 9 stigum að honum
loknum, 41-32. Fljótlega í öðrum leikhluta var kannski síðasti naglinn rekinn í kistu ÍR-inga þegar
James Bartolotta nefbrotnaði og þurfti að yfirgefa Röstina í sjúkrabíl, eftir að hafa reynt að dekka
nautið J´Nathan Bullock. Bartolotta fiskaði reyndar sóknarvillu á J´Nath en þurfti að gjalda ansi dýru
verði fyrir hana…. En vonandi jafnar Bartolotta sig fljótt. Skv. fréttum var greinilega um óviljaverk
þarna að ræða en það er nokkuð ljóst að það er ekkert grín að eiga við þennan köggul sem „Naut”ock
greinilega er….
Við rúlluðum síðan yfir ÍR í þriðja leikhluta og fór munurinn mest upp í 28 stig, 76-48 en svo slökuðum
við aðeins á klónni og 14 stiga sigur í lokin staðreynd.
Það er virkilega gaman að sjá hversu vítt stigaskorið dreifist en fimm leikmenn skoruðu 10 stig eða
meira, Giordan var með 9 stig og Jói með 7 stig. Skv. karfan.is er Giordan alveg eins og hershöfðingi
inn á vellinum og stýrir leik okkar manna frábærlega! Annars var Ómar stigahæstur með 14 stig og
Siggi frákastahæstur með 10 en hann nældi sér í tvennu með 10 stigum. Naut-ock var með 13 stig og
9 fráköst og setti aftur niður 3-stiga skot eins og á móti Fjölni. Ég vek athygli á því því ekki nóg með
að hann sé nautsterkur þá getur hann líka skotið fyrir utan og til að blása ennþá meira í trompetinn
hans, þá hleypur hann víst 100 metrana á ca. 11 sekúndum, sel það samt ekki dýrara en ég stal því…..
Þetta tímabil byrjar því ljómandi vel hjá okkur og nú er bara að halda áfram að þróa leik liðsins og mig
grunar að við munum bæta sóknarleikinn jafnt og þétt í allan vetur. Vörnin er oft á tíðum frábær og
mun vonandi ná að verða það oftar en oft tíðum…
Næsti leikur er á sunnudagskvöldið en þá hefst fyrirtækjabikarinn sem nú ber nafnið Lengjubikarinn.
Á síðasta KKÍ-þingi var ákveðið að breyta fyrirkomulaginu á þessari keppni og lýst mér ljómandi
vel á þessa breytingu en undanfarin ár hefur óttarlegur æfingamótsbragur verið á þessari annars
skemmtilegu keppni. Nú verður leikin tvöföld umferð í fjórum 4. liða riðlum og efstu liðin í hverjum
riðli mætast svo í „final four” keppni þar sem leikið er í undanúrslitum á föstudegi og úrslitaleikur svo
leikinn á laugardegi. Við erum í riðli með KFÍ, Fjölni og Haukum og er fyrsti leikur okkar á móti KFÍ á
Ísafirði, eins og áður sagði á sunnudaginn og hefst kl. 19:15.
Áfram Grindavík!
Fleiri umfjallanir um leikinn:
http://karfan.is/frettir/2011/10/20/johann:_allt_a_rettri_leid_en_erum_fjarri_thvi_ad_toppa
http://karfan.is/frettir/2011/10/20/umfjollun:_nefbrot,_rudningar_og_2_stig_til_grindavikur
http://visir.is/umfjollun-og-vidtol–grindavik—ir-87-73/article/2011111029865