Sigurför vestur

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna gerðu góða ferð til Ísafjarðar þar sem þær mættu KFÍ í tveimur leikjum.

Spilaðir voru tveir leikir við heimastúlkur í 1.deild kvenna.  Fyrri leikurinn fór fram á laugardaginn þar sem Grindavík sigraði með tveimur stigum 48-46 í æsispennandi leik.

Seinni leikurinn fór fram á sunnudeginum þar sem Grindavík sigraði í annað sinn 55-47 þar sem þriggja stiga körfurnar gerðu gæfumuninn samkvæmt kfi.is þar sem myndin hér að ofan er fengin frá.