Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur spiluðu leiki í Dominosdeildinni síðustu tvo daga. KR tók á móti Grindavík í Domionsdeild kvenna og strákarnir fengu Skallagrím í heimsókn.
Leikur KR og Grindavíkur var jafn fyrstu þrjá leikhlutana en heimastúlkur tóku yfirhöndina í fjórða leikhluta og unnu með 12 stigum, 59-47.
Petrúnella Skúladóttir var stigahæst með 19 stig, Helga Rut Hallgrímsdóttir var með 9 stig og 11 fráköst.
Myndir úr leiknum má sjá að vef karfan.is
Leikur Grindavíkur og Skallagríms var hinsvegar ekki jafn spennandi. Fyrsta korterið var frekar jafnt á liðunum en seinni hálfleikurinn var algjörlega eign okkar manna sem enduðu leikinn með yfirburðasigri 107-65.
Allir leikmenn Grindavíkur fengu nokkrar mínútur og allir komust þeir á stigatöfluna.
Næstu leikir eru:
Dominosdeild karla:Stjarnan-Grindavík á sunnudaginn klukkan 19:15
Dominosdeild kvenna:Keflavík-Grindavík 27.feb klukkan 19:15